Jón Þorsteinsson (Laufási)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Þorsteinsson.

Jón Þorsteinsson frá Laufási, verkstjóri, matvælaiðnaðarmaður fæddist 12. nóvember 1923 í Laufási og lést 16. júní 2007.
Faðir Jóns var Þorsteinn skipstjóri og útgerðarmaður í Laufási, f. 14. október 1880, d. 25. mars 1965, Jónsson bónda, safnvarðar og útgerðarmanns á Hrauni, f. 26. mars 1851, d. 3. ágúst 1924, Einarssonar bónda á Seljalandi u. Eyjafjöllum, f. 12. janúar 1808, d. 27. febrúar 1883, Ísleifssonar, og konu Einars, Sigríðar húsfreyju, f. 20. ágúst 1815, d. 16. ágúst 1880, Auðunssonar.
Móðir Þorsteins í Laufási og fyrri kona Jóns á Hrauni var Þórunn húsfreyja, f. 19. apríl 1850, d. 15. mars 1903, Þorsteinsdóttir bónda í Steinmóðarbæ u. Eyjafjöllum, f. 14. ágúst 1813, d. 15. desember 1858, Ólafssonar og konu Þorsteins, Kristínar húsfreyju, f. 19. júlí 1823, d. 23. nóvember 1890, Jónsdóttur.

Móðir Jóns og kona Þorsteins í Laufási var Elínborg húsfreyja í Laufási, f. 1. nóvember 1883, d. 5. mars 1974, Gísladóttir verslunarstjóra í Juliushaab, (Tanganum), f. 14. ágúst 1834 í Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum, d. 8. ágúst 1919, Engilbertssonar og konu Engilberts Ólafssonar, Guðfinnu húsfreyju, f. 15. ágúst 1807, d. 11. nóvember 1894, Gísladóttur.
Móðir Elínborgar og kona Gísla Engilbertssonar var Ragnhildur húsfreyja á Tanganum, f. 19. október 1844 í Fljótshlíð, d. 12. maí 1925, Þórarinsdóttir bónda á Hlíðarenda, f. 1807, Þórarinssonar, og konu hans Katrínar Þórðardóttur húsfreyju, f. 8. nóvember 1806, d. 17. desember 1899.

Börn Elínborgar og Þorsteins í Laufási:
1. Þórhildur Þorsteinsdóttir húsfreyja á Breiðabólstað í Fljótshlíð, f. 20. janúar 1903, d. 21. desember 2004.
2. Unnur Þorsteinsdóttir húsfreyja í Bræðratungu, f. 19. október 1904, d. 6. mars 1947.
3. Gísli Þorsteinsson frystihússeigandi í Eyjum, f. 23. júní 1906, d. 10. júlí 1987.
4. Ásta Þorsteinsdóttir, f. 20. apríl 1908, d. 17. ágúst 1934.
5. Jón Þorsteinsson, f. 15. maí 1910, d. 11. júní 1923.
6. Fjóla Þorsteinsdóttir húsfreyja, skifstofumaður í Reykjavík, f. 30. apríl 1912, d. 31. júlí 2012.
7. Ebba Þorsteinsdóttir, f. 15. desember 1916, d. 18. ágúst 1927.
8. Anna Þorsteinsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 13. maí 1919, d. 18. desember 2010.
9. Bera Þorsteinsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 31. maí 1921, d. 5. nóvember 2019.
10. Jón Þorsteinsson verkstjóri, f. 12. nóvember 1923, d. 16. júní 2007.
11. Dagný Þorsteinsdóttir húsfreyja, handavinnukennari í Eyjum, f. 3. apríl 1926, d. 4. ágúst 2016.
12. Ebba Þorsteinsdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður í Hafnarfirði, f. 19. maí 1927, d. 14. október 1987.
Fóstursonur hjónanna, sonur Unnar dóttur þeirra og Runólfs í Bræðratungu, var
13. Ástþór Runólfsson húsasmíðameistari, f. 16. október 1936, d. 2. febrúar 2020.

Jón var með foreldrum sínum í æsku, var í Gagnfræðaskólanum 1937-1939.
Hann fluttist til Reykjavíkur 1942 og vann við matvælaiðnað, niðursuðu hjá SÍF, Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda. Hann fluttist til Eyja 1952, var yfirverkstjóri í Hraðfrystistöðinni, en eftir tvö ár sneri hann til Reykjavíkur, vann hjá niðursuðuverksmiðjunni Mata, en síðar varð hann verkstjóri hjá Jóni Gíslasyni í Hafnarfirði og síðan verkstjóri hjá Hval h.f. í Hafnarfirði, og þar vann hann tilstarfsloka.
Jón og Ingibjörg giftu sig 1945 og eignuðust fimm börn.
Jón lést 2007.

Kona Jóns, (30. nóvember 1945), var Ingibjörg Pétursdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1945, d. 12. október 2002. Foreldrar hennar voru Pétur Pétursson frá Bergvík í Gerðahreppi, Gull., verslunarmaður, hafnarstarfsmaður í Reykjavík, f. 11. febrúar 1884, d. 17. apríl 1963, og kona hans Jódís Tómasdóttir húsfreyja frá Leirum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 15. júlí 1886, d. 17. október 1934.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Jónsson verslunarmaður, f. 14. nóvember 1944, kvæntur Elfu Andrésdóttur skólaleiðbeinanda, f. 9. apríl 1945.
2. Elínborg Jónsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 3. desember 1949, gift Franklín Georgssyni matvælagerlafræðingi, f. 2. apríl. 1951.
3. Erna Jónsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 27. maí 1952. I. Fyrri maður hennar var Erlingur Karlsson. II. Síðari maður hennar er Sveinn Sveinsson bankastarfsmaður.
4. Pétur Jónsson landslagsarkitekt, f. 10. maí 1956, kvæntur Sigrúnu G. Sigurðardóttur húsfreyju, hjúkrunarfræðingi, f. 18. janúar 1955.
5. Jón Ragnar Jónsson félagsfræðingur, f. 27. september 1967. Maki hans er Katla Margrét Þorgeirsdóttir húsfreyja, leikkona, f. 15. desember 1970.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.