Jón Einarsson (Hrauni)
Jón Einarsson útgerðarmaður, bóndi og bókavörður á Hrauni, fæddist 26. mars 1851 í Stóra-Dalssókn undir Eyjafjöllum og lést 3. ágúst 1924.
Faðir Jóns var Einar bóndi og hreppstjóri á Seljalandi undir Eyjafjöllum 1845, f. 12. janúar 1808 þar, d. 27. febrúar 1883, Ísleifsson bónda og meðhjálpara á Seljalandi 1816, f. 5. febrúar 1760, d. 25. janúar 1835, Gissurarsonar bónda í Dalseli þar og Seljalandi, f. 1715, d. 1782, Ísleifssonar, og konu Gissurar, Steinunnar húsfreyju, f. 1719, á lífi 1801, Filippusdóttur.
Móðir Einars á Seljalandi og kona Ísleifs var Ingibjörg húsfreyja, f. 27. apríl 1772 í Hvammi undir Eyjafjöllum, d. 1. janúar 1829, Sigurðardóttir bónda á Seljalandi, f. 29. ágúst 1734, d. 12. desember 1821, Ketilssonar, og konu Sigurðar Ketilssonar, Sesselju húsfreyju, f. 1728, á lífi 1801, Magnúsdóttur.
Móðir Jóns á Hrauni og fyrri kona Einars á Seljalandi var Sigríður húsfreyja, f. 20. ágúst 1815 á Stóruvöllum á Landi, d. 16. ágúst 1860, Auðunsdóttir landfógetaskrifara í Reykjavík, presti og bónda á Stóruvöllum og víðar, f. 13. júlí 1770 í Marteinstungu, drukknaði í Ytri-Rangá 8. ágúst 1817, Jónssonar prests á Mosfelli í Mosfellssveit, f. 30. september 1735, d. 5. febrúar 1808, Hannessonar, og konu sr. Jóns á Mosfelli, Sigríðar húsfreyju, f. 1732, d. 8. desember 1821, Arnórsdóttur sýslumanns í Belgsholti Jónssonar, - (Ljárskógaætt).
Móðir Sigríðar á Seljalandi og kona sr. Auðuns var Sigríður húsfreyja, f. 1777, d. 13. janúar 1834 á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Magnúsdóttir bónda á Indriðastöðum í Skorradal, Borg., f. 1734, d. 6. maí 1805, Indriðasonar, og konu Magnúsar bónda, Guðrúnar húsfreyju, f. 1748, d. 30. nóvember 1831, Árnadóttur.
Jón var 10 ára tökubarn hjá frændfólki á Kanastöðum í A-Landeyjum 1860, (móðir hans dó 1860), var með föður sínum og síðari konu hans á Seljalandi 1870.
Hann var bóndi í Gularáshjáleigu í A-Landeyjum 1878-1884, fluttist þá til Eyja og bjó á Vilborgarstöðum 1884-1896 eða lengur. Hann stundaði jafnframt sjómennsku, átti í útgerð og fékkst við verslun.
Hann var góður glímumaður og kenndi listina um skeið.
Jón Einarsson gekk í Lestrarfélag Vestmannaeyja 1886 og næsta ár var hann kosinn í stjórn þess og mun hafa átt sæti í stjórninni, uns sýslubókasafn var stofnað 1905. Þá var Jón bókavörður félagsins frá 1888 til aldamóta og að líkindum til 1905 eða í 17 ár.
Hann sat í hreppsnefnd í nokkur ár og sæti átti hann í sáttanefnd.
Hann var fimmtugur húsbóndi á Hrauni 1901 með fjölskyldu og leigjendur. Árið 1910 var hann á Hrauni með síðari konu sinni.
Jón var tvíkvæntur:
I. Fyrri kona hans var Þórunn Þorsteinsdóttir frá Steinmóðarbæ undir Eyjafjöllum, f. 19. apríl 1850, d. 15. mars 1903.
Börn þeirra Þórunnar voru:
1. Ísleifur Jónsson vinnumaður, f. 14. febrúar 1878, d. 31. ágúst 1896, fórst í jarðskjálftunum.
2. Þorsteinn Jónsson útgerðarmaður og skipstjóri í Laufási.
3. Einar Jónsson vinnumaður á Krossi í Landeyjum, f. 23. janúar 1883, í apríl 1903, ókvæntur.
4. Sigrún Jónsdóttir húsfreyja á Melstað, f. 10. febrúar 1886, d. 16. febrúar 1978.
5. Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 16. ágúst 1887, d. 20. mars 1974, gift Ara Magnússyni fiskkaupmanni.
6. Sigurður Jónsson, f. 4. október 1892, d. 13. október 1892.
7. Drengur, f. andvana 28. desember 1897.
II. Síðari kona Jóns, (20. janúar 1905), var Sólveig Jónasdóttir frá Teigi í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 16. apríl 1850, d. 14. febrúar 1937. Þau áttu ekki börn.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Blik 1962: Saga Bókasafns Vestmannaeyja, III. hluti .
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.