Ragnhildur Þórarinsdóttir (Juliushaab)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragnhildur Þórarinsdóttir húsfreyja í Juliushaab og á Lundi fæddist 19. október 1844 í Eyvindarmúla í Fljótshlíð og lést 12. maí 1925.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Þórarinsson bóndi á Hlíðarenda og sambýliskona hans Katrín Þórðardóttir, síðar í dvöl í Juliushaab.

Ragnhildur var með Þórarni föður sínum og bústýrunni móður sinni á Hlíðarenda 1845, með þeim í Neðri-Dal u. V-Eyjafjöllum 1850 og 1855. Hún fór að Árkvörn í Fljótshlíð 1860 og var þar „á meðgjöf“.

Þau Gísli fluttust til Eyja 1869 og þeim fylgdi Katrín móðir Ragnhildar.
Þau bjuggu í Sjólyst 1869, í Juliushaab 1870 og síðan meðan Gísli gegndi störfum sem verslunarþjónn til 1878, verslunarstjóri þar fyrir Bryde 1879-1901, er verslunin var lögð niður.
Auka barna þeirra dvöldu hjá þeim Guðfinna móðir Gísla og Katrín móðir Ragnhildar síðari ár sín.
Ragnhildur og Gísli ráku nokkurn búskap og útgerð.
Þau fluttu að Lundi og bjuggu þar síðan meðan bæði lifðu, en Ragnhildur var að síðustu hjá Elínborgu dóttur sinni í Laufási.

Maður hennar, (25. desember 1869), var Gísli Engilbertsson verslunarþjónn í Juliushaab (Tangaverslun), síðar verslunarstjóri þar, f. 14. ágúst 1834, d. 8. ágúst 1919.
Börn þeirra hér:
1. Guðfinna Gísladóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. júlí 1870, d. 2. ágúst 1954.
2. Katrín Gísladóttir, f. 28. september 1872, d. 21. ágúst 1873.
3. Katrín Gísladóttir húsfreyja á Sunnuhvoli, f. 20. janúar 1875, d. 6. apríl 1962.
4. Engilbert Gíslason málari, listmálari, f. 12. október 1877, d. 7. desember 1971.
5. Þórarinn Gíslason gjaldkeri á Lundi, f. 4. júní 1880, d. 12. febrúar 1930.
6. Elínborg Gísladóttir húsfreyja í Laufási, f. 1. nóvember 1883, d. 5. mars 1974.
Fósturbarn þeirra var
7. Matthildur Ólafsdóttir, f. 27. maí 1897, d. 9. júlí 1918. Foreldrar hennar voru Ólafur Svipmundsson bóndi og kona hans Þorbjörg Pétursdóttir, f. 19. september 1864, d. 18. ágúst 1903.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hver er maðurinn — Íslendingaævir. Brynleifur Tobíasson. Fagurskinna 1944.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.