Þórhildur Þorsteinsdóttir (Laufási)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórhildur Þorsteinsdóttir.

Þórhildur Þorsteinsdóttir frá Laufási, húsfreyja og prestskona á Breiðabólstað í Fljótshlíð fæddist 20. janúar 1903 í Juliushaab og lést 21. desember 2003 á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu.
Faðir Þórhildar var Þorsteinn skipstjóri og útgerðarmaður í Laufási, f. 14. október 1880, d. 25. mars 1965, Jónsson bónda, safnvarðar og útgerðarmanns á Hrauni, f. 26. mars 1851, d. 3. ágúst 1924, Einarssonar bónda á Seljalandi u. Eyjafjöllum, f. 12. janúar 1808, d. 27. febrúar 1883, Ísleifssonar, og konu Einars, Sigríðar húsfreyju, f. 20. ágúst 1815, d. 16. ágúst 1880, Auðunssonar.
Móðir Þorsteins í Laufási og fyrri kona Jóns á Hrauni var Þórunn húsfreyja, f. 19. apríl 1850, d. 15. mars 1903, Þorsteinsdóttir bónda í Steinmóðarbæ u. Eyjafjöllum, f. 14. ágúst 1813, d. 15. desember 1858, Ólafssonar og konu Þorsteins, Kristínar húsfreyju, f. 19. júlí 1823, d. 23. nóvember 1890, Jónsdóttur.

Móðir Þórhildar og kona Þorsteins í Laufási var Elínborg húsfreyja í Laufási, f. 1. nóvember 1883, d. 5. mars 1974, Gísladóttir verslunarstjóra í Juliushaab, (Tanganum), f. 14. ágúst 1834 í Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum, d. 8. ágúst 1919, Engilbertssonar og konu Engilberts Ólafssonar, Guðfinnu húsfreyju, f. 15. ágúst 1807, d. 11. nóvember 1894, Gísladóttur.
Móðir Elínborgar og kona Gísla Engilbertssonar var Ragnhildur húsfreyja á Tanganum, f. 19. október 1844 í Fljótshlíð, d. 12. maí 1925, Þórarinsdóttir bónda á Hlíðarenda, f. 1807, Þórarinssonar, og konu hans Katrínar Þórðardóttur húsfreyju, f. 8. nóvember 1806, d. 17. desember 1899.

Börn Elínborgar og Þorsteins í Laufási:
1. Þórhildur Þorsteinsdóttir húsfreyja á Breiðabólstað í Fljótshlíð, f. 20. janúar 1903, d. 21. desember 2004.
2. Unnur Þorsteinsdóttir húsfreyja í Bræðratungu, f. 19. október 1904, d. 6. mars 1947.
3. Gísli Þorsteinsson frystihússeigandi í Eyjum, f. 23. júní 1906, d. 10. júlí 1987.
4. Ásta Þorsteinsdóttir, f. 20. apríl 1908, d. 17. ágúst 1934.
5. Jón Þorsteinsson, f. 15. maí 1910, d. 11. júní 1923.
6. Fjóla Þorsteinsdóttir húsfreyja, skifstofumaður í Reykjavík, f. 30. apríl 1912, d. 31. júlí 2012.
7. Ebba Þorsteinsdóttir, f. 15. desember 1916, d. 18. ágúst 1927.
8. Anna Þorsteinsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 13. maí 1919, d. 18. desember 2010.
9. Bera Þorsteinsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 31. maí 1921, d. 5. nóvember 2019.
10. Jón Þorsteinsson verkstjóri, f. 12. nóvember 1923, d. 16. júní 2007.
11. Dagný Þorsteinsdóttir húsfreyja, handavinnukennari í Eyjum, f. 3. apríl 1926, d. 4. ágúst 2016.
12. Ebba Þorsteinsdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður í Hafnarfirði, f. 19. maí 1927, d. 14. október 1987.
Fóstursonur hjónanna, sonur Unnar dóttur þeirra og Runólfs í Bræðratungu, var
13. Ástþór Runólfsson húsasmíðameistari, f. 16. október 1936, d. 2. febrúar 2020.

Þórhildur var í fóstri hjá móðurforeldrum sínum á Lundi í æsku, var skráð þar til heimilis 1910 og enn 1918. Gísli afi hennar lést 1919 og í lok ársins var hún skráð ,,fóstra“, 16 ára hjá Þórarni Gíslasyni móðurbróður sínum og konu hans Matthildi Þorsteinsdóttur á Lundi og þar var Ragnhildur amma hennar 75 ára ekkja.
Þórhildur lærði hljóðfæraleik og lék stundum við þöglu kvikmyndasýningarnar, sem þá tíðkuðust.
Hún og Unnur systir hennar dvöldu hjá Guðfinnu móðursystur sinni í Reykjavík 1920.
Þórhildur gekk í Kvennaskólann í Reykjavík 1920-1922, kynntist þá Sveinbirni, sem var alinn upp hjá Eyjólfi á Suður-Hvoli bróður Halldórs Guðmundssonar manns Guðfinnu Gísladóttur.
Hún rak ásamt Önnu á Vegamótum, skólasystur sinni, smábarnaskóla í suðurkvistinum í Laufási um tveggja ára skeið, en hélt síðan til Danmerkur þar sem Sveinbjörn var við framhaldsnám.
Þau Sveinbjörn giftu sig 1926.
Hann var prestur í Laufási í Eyjafirði 1926-1927, kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri um líkt leyti, skólastjóri Flensborgarskólans 1930-1931.
Prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð var hann 1927-1963, var alþingismaður 1931 og með hléum til 1946.
Þórhildur var organisti og söngstjóri í kirkjum sóknarinnar um 30 ára skeið og um hríð gegndi hún forystu í kirkjukórasambandi prófastsdæmisins.
Þau Sveinbjörn reistu nýbýlið Staðarbakka í Fljótshlíð og bjuggu þar meðan Sveinbirni entist aldur, en hann lést 1966. Hún bjó þar áfram um skeið.
Sveinbjörn lést 1966, en Þórhildur lést á Lundi á Hellu 2003 nær 101 árs gömul.

Maður Þórhildar, (12. júní 1926), var Sveinbjörn Högnason frá Suður-Hvoli í Mýrdal, prestur, prófastur og alþingismaður, f. 6. apríl 1898 á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, d. 21. apríl 1966. Foreldrar hans voru Högni Jónsson bóndi, f. 30. september 1853 í Pétursey, d. 4. júlí 1900 í Sólheimakoti, og kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. nóvember 1862 í Pétursey, d. 8. ágúst 1907 í Sólheimakoti.
Sveinbjörn ólst upp hjá Eyjólfi Guðmundssyni bónda og rithöfundi á Suður-Hvoli í Mýrdal og konu hans Arnþrúði Guðjónsdóttur húsfreyju.
Börn þeirra Sveinbjarnar:
1. Ragnhildur Sveinbjarnardóttir húsfreyja í Lambey, f. 25. mars 1927 í Laufási við Eyjafjörð, d. 19. apríl 2008. Maður hennar var Jón Kristinsson bóndi og listmálari (Jóndi), f. 16. nóvember 1925, d. 1. apríl 2009.
2. Sváfnir Sveinbjarnarson prestur, f. 26. júlí 1928. I. Fyrri kona hans var Anna Elín Gísladóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1940, d. 20. febrúar 1974. II. Síðari kona Sváfnis var Ingibjörg Þórunn Halldórsdóttir húsfreyja, tækniteiknari, f. 26. janúar 1936, d. 4. apríl 2012.
3. Elínborg Sveinbjarnardóttir húsfreyja, kennari, læknaritari, f. 10. júní 1931. Maður hennar var Guðmundur Sæmundsson tæknifræðingur, f. 7. ágúst 1932, d. 23. maí 2005.
4. Ásta Sveinbjarnardóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 9. júlí 1939, d. 14. janúar 2013. Maður hennar var Garðar Steinarsson flugstjóri, f. 5. ágúst 1938, d. 6. nóvember 2007.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Alþingismannatal. Alþingi.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 3. janúar 2004. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.