Guðný Magnúsdóttir (Vatnsdal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. ágúst 2020 kl. 21:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. ágúst 2020 kl. 21:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðný Magnúsdóttir (Vatnsdal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Magnúsdóttir frá Búðarhóls-Norðurhjáleigu (nú Lækjarhvammur) í A-Landeyjum, húsfreyja í Vatnsdal fæddist 17. júlí 1882 í Búðarhóls-Norðurhjáleigu og lést 4. júlí 1966.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon bóndi, f. 18. apríl 1845 í Norður-Búðarhólshjáleigu, d. 10. júní 1910, og fyrsta kona hans Jórunn Sigurðardóttir frá Búðarhóls-Austurhjáleigu (nú Hólavatn), húsfreyja, f. 18. júní 1850, d. 30. júlí 1882.

Systir Guðnýjar var Guðrún Magnúsdóttir verkakona á Svalbarði, f. 5. júní 1874, d. 13. nóvember 1948.

Móðir Guðnýjar lést 13. dögum eftir fæðingu hennar.
Hún var með föður sínum og Guðríði Pétursdóttur þriðju konu hans 1890 og 1901.
Guðný flutti til Eyja 1907, var fiskverkakona á Strönd 1908 og 1910, vinnukona hjá sömu fjölskyldu 1920.
Þau Högni giftu sig 1922, eignuðust eitt barn og Guðný varð stjúpmóðir barna Högna af fyrra hjónabandi hans. Þau bjuggu í Vatnsdal við Landagötu.
Högni lést 1961 og Guðný 1966.

I. Maður Guðnýjar, (15. desember 1922), var Högni Sigurðsson í Vatnsdal, kennari, bóndi, vélstjóri, íshúsvörður, bæjarfulltrúi, hagyrðingur, f. 23. september 1874, d. 14. maí 1961.
Barn þeirra var
1. Hilmir Högnason, f. 27. ágúst 1923, d. 5. desember 2014.
Börn Högna og fyrri konu hans Sigríðar Brynjólfsdóttur og stjúpbörn Guðnýjar:
2. Sigurður Högnason bifreiðastjóri, f. 4. okt. 1897 að Nesi í Norðfirði, d. 31. ágúst 1957.
3. Ágústa Þorgerður Högnadóttir húsfreyja, f. að Nesi 17. ágúst 1900, d. 8. október 1948.
4. Hildur Ísfold húsfreyja, f. 18. febrúar 1904 í Vatnsdal, d. 14. desember 1926.
5. Guðmundur Högnason bifreiðastjóri, f. 10. maí 1908 í Vatnsdal, d. 18. apríl 1982.
6. Haukur Brynjólfur Högnason bifreiðastjóri, f. 7. júlí 1912 í Vatnsdal, d. 13. apríl 1993.
7. Elín Esther Högnadóttir húsfreyja, f. 6. maí 1917 í Vatnsdal, d. 7. september 1992.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.