Sigríður Brynjólfsdóttir (Vatnsdal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Brynjólfsdóttir.

Sigríður Brynjólfsdóttir fæddist 29. júlí 1877 og lést 18. september 1921.
Hún var gift Högna Sigurðssyni og bjuggu þau í Vatnsdal. Þau eignuðust 6 börn saman. Þau hétu Sigurður (1897), Ágústa Þorgerður (1901), Hildur Ísfold (1904), Guðmundur (1908), Haukur (1912) og Elín Ester (1917).
Sigríður lést árið 1921, eftir 22 ára hjónband, einungis 44 ára.

Frekari umfjöllun

Sigríður Brynjólfsdóttir húsfreyja í Vatnsdal fæddist 29. júlí 1877 í Skipholti í Reykjavík og lést 18 september 1921.
Foreldrar hennar voru Brynjólfur Brynjólfsson sjómaður í Garðsbæ í Reykjavík, f. 29. apríl 1840 í Gljúfurárholti í Ölfusi, og kona hans Elín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1844 í Dalssókn u. Eyjafjöllum.

Sigríður var með foreldrum sínum í Garðsbæ í Reykjavík í frumbernsku, var á sveit í Lágholti í Reykjavík 1890.
Hún fluttist til Norðfjarðar, var þar í kaupavinnu. Högni var þar við kennslu. Þau giftu sig 1899.
Þau fluttust til Eyja 1902 með börnin Sigurð og Ágústu Þorgerði, bjuggu í fyrstu í Dalbæ hjá Sigurði föður Högna, en hófu byggingu Vatnsdals á einni Vilborgarstaðajörðinni, Mið-Hlaðbæ, 1903, stunduðu þar búskap. Högni var jafnframt í útgerð og varð einskonar tæknilegur stjórnandi Ísfélagsins eftir vélvæðingu þess.
Sigríður eignaðist 6 börn, tvö í Norðfirði og 4 í Eyjum.
Sigríður lést 1921. Högni kvæntist að nýju. Hann lést 1961.

Maður Sigríðar, (5. mars 1899), var Högni Sigurðsson Börn þeirra voru:
1. Sigurður Högnason bifreiðastjóri, f. 4. okt. 1897 að Nesi í Norðfirði, d. 31. ágúst 1957.
2. Ágústa Þorgerður Högnadóttir húsfreyja, f. að Nesi 17. ágúst 1900, d. 8. október 1948.
3. Hildur Ísfold húsfreyja, f. 18. febrúar 1904, d. 14. desember 1926.
4. Guðmundur Högnason bifreiðastjóri, f. 10. maí 1908, d. 18. apríl 1982.
5. Haukur Brynjólfur Högnason bifreiðastjóri, f. 7. júlí 1912, d. 13. apríl 1993.
6. Elín Esther Högnadóttir húsfreyja, f. 6. maí 1917, d. 7. september 1992.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.