Elín Esther Högnadóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Elín Esther Högnadóttir fæddist 6. maí 1917 og lést 7. september 1992. Hún var dóttir Högna Sigurðssonar og Sigríðar Brynjólfsdóttur. Hún ólst upp ásamt fjölskyldu í Vatnsdal en flutti til Reykjavíkur 17 ára gömul. Móðir hennar, Sigríður, lést þegar Esther var fjögurra ára gömul og kom seinni kona Högna, Guðný Magnúsdóttir, henni í móðurstað. Systkini Estherar voru Sigurður, Ágústa Þorgerður, Hildur Ísfold, Guðmundur, Haukur og Hilmir.

Þegar Esther kom til Reykjavíkur þá kynntist hún mannsefni sínu, Jóni Björgvini Björnssyni. Þau bjuggu alla tíð að Ásvallagötu í Reykjavík og eignuðust fimm börn. Esther hélt alltaf tryggð við Vestmannaeyjar, hún fór þangað svo ofst sem mögulegt var og börn hennar dvöldust á sumrin hjá Högna og Guðnýju í Vatnsdal.


Heimildir

  • Minningargrein um Esther Högnadóttur. Morgunblaðið, 16. september 1992.