Þóra Þórðardóttir (Skálanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. maí 2020 kl. 13:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. maí 2020 kl. 13:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Þóra Þórðardóttir''' frá Skálanesi, húsfreyja, hrossaræktandi fæddist 16. apríl 1939 í Vallartúni.<br> Foreldrar hennar voru Þórður Jónsson (Bergi)|Þó...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þóra Þórðardóttir frá Skálanesi, húsfreyja, hrossaræktandi fæddist 16. apríl 1939 í Vallartúni.
Foreldrar hennar voru Þórður Jónsson formaður og skipasmiður á Bergi og í Vallartúni, f. 10. júní 1887, d. 1. febrúar 1939, og þriðja kona hans Kristbjörg Stefánsdóttir húsfreyja á Akureyri, í Keflavík, Vallanesi, síðar í Skálanesi, f. 12. júlí 1896, d. 8. mars 1984.

Börn Kristbjargar og Þórðar voru:
1. Álfheiður Lára Þórðardóttir í Skálanesi, f. 26. febrúar 1928, d. 28. desember 2005.
2. Oddný Guðbjörg Þórðardóttir í Skálanesi, f. 15. ágúst 1929, d. 23. október 1998.
3. Ingibjörg Jónína Þórðardóttir í Skálanesi, f. 11. ágúst 1932.
4. Þóra Þórðardóttir í Skálanesi, f. 16. apríl 1939.

Börn Þórðar og Kristínar Guðjónsdóttur bústýru hans:
5. Jónína Ásta Þórðardóttir, f. 27. nóvember 1918, d. 28. september 1995.
6. Bergþóra Þórðardóttir húsfreyja, f. 16. mars 1924, d. 16. júlí 2004.

Barn Þórðar og Sigríðar Guðmundsdóttur frá Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, síðar húsfreyja í Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum, vinnukona hjá honum frá 1909, f. 13. ágúst 1886, d. 19. júní 1956.
Barn þeirra var
3. Jóhann Gunnar Þórðarson, f. 9. mars 1919, d. 9. febrúar 1920.

Barn Þórðar og Guðrúnar Þórðardóttur:
8. Jón Sigurður Þórðarson skipasmiður, f. 17. júní 1921, d. 7. maí 2017.

Barn Þórðar og Petrúnar Ólafar Ágústsdóttur.
9. Sveinbjörg Alma Þórðardóttir, f. 22. desember 1925, d. 28. mars 1936 af Keflavíkurbrunanum.

Þóra fæddist eftir lát föður síns.
Hún var með móður sinni og systrum í Vallartúni og síðan í Skálanesi við Vesturveg.
Hún lauk 3. bekkjar prófi í Gagnfræðaskólanum 1955, vann síðan á Símstöðinni til 1966.
Þau Eyvindur giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Sóleyjargötu 3.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1966, búa á Kambsvaði 1. Þóra var símavörður hjá Landsímanum, Bæjarleiðum og Véladeild S.Í.S. Þau keyptu Austurkot í Ölfusi með þrem öðrum og ráku þar hrossaræktun, keyptu síðan Auðsholtshjáleigu með sömu aðilum og ráku þar einnig hrossaræktun. Síðan keyptu þau ásamt börnum sínum búið og þar rekur Kristbjörg dóttir þeirra og Gunnar maður hennar ræktunina og útflutningsfyrirtækið Horse Export.

I. Maður Þóru, (4. október 1959), er Eyvindur Hreggviðsson bifvélavirki, hrossaræktandi, f. 20. ágúst 1936.
Börn þeirra:
1. Kristbjörg Eyvindsdóttir húsfreyja, kennari, hrossaræktandi, býr á Grænhól í Ölfusi, f. 10. janúar 1957 í Eyjum. Maður hennar Gunnar Arnarson.
2. Hreggviður Eyvindsson rafvirkjameistari, búfræðingur rekur bú í Svíþjóð, f. 6. júlí 1959 í Eyjum. Kona hans Jenny Mandal, sænskrar ættar.
3. Þórunn Eyvindsdóttir ferðamálafræðingur, hrossaræktandi, f. 29. maí 1966 í Eyjum, ógift. Barnsfaðir hennar Matthías Sveinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.