Sigríður Guðmundsdóttir (Hamragörðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Guðmundsdóttir frá Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, vinnukona, síðar húsfreyja í Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum, fæddist 13. ágúst 1886 og lést 19. júní 1956.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon bóndi, f. 28. febrúar 1845 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 10. apríl 1898, og sambýliskona hans Guðríður Jónsdóttir frá Berjanesi í V-Landeyjum, húsfreyja, f. 19. maí 1848, d. 8. febrúar 1894.

Tvíburabróðir Sigríðar var
1. Jóhann Guðmundsson vinnumaður á Bergi 1909, sjómaður á Brekku, lausamaður í Túni við andlát, f. 13. ágúst 1886, d. 26. nóvember 1918.

Sigríður var vinnukona á Bergþórshvoli 1901, á Mosfelli í Mosfellssveit 1905 og kom þaðan til Eyja á því ári.
Sigríður var vinnukona í Garðhúsum 1906 til 1908, á Bergi 1909, Brekku 1910, á Bergi 1912 og enn 1919.
Hún eignaðist Jóhann Gunnar í Reykholti 1919, en missti hann 1920.
Sigríður var vinnukona á Hjalteyri 1920 og 1921, á Þórshamri 1922.
Hún fluttist að Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum, var vinnukona þar 1928.
Þau Erlendur giftu sig 1928, eignuðust barn 1929.
Sigríður lést 1956.

I. Barnsfaðir Sigríðar var Þórður Jónsson skipstjóri, bátasmiður, f. 10. júní 1887 á Eyrarbakka, f. 1. febrúar 1939.
Barn þeirra var
1. Jóhann Gunnar Þórðarson, f. 9. mars 1919, d. 9. febrúar 1920.

II. Maður Sigríðar, (4. ágúst 1928), var Erlendur Guðjónsson bóndi í Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum, f. 4. júní 1890, d. 17. apríl 1969.
Barn þeirra:
2. Guðrún Kristín Erlendsdóttir húsfreyja í Eyjum og Kópavogi, f. 10. september 1929, d. 23. desember 2010.
Fóstursonur hjónanna var:
3. Ólafur Sigurþórsson bóndi í Ormskoti u. Eyjafjöllum, síðar á Krókatúni 18 á Hvolsvelli, f. 8. ágúst 1938, d. 4. janúar 2018. Kona hans Auður Erla Högnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.