Petrún Ólöf Ágústsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Petrún Ólöf Ágústsdóttir húsfreyja fæddist 14. maí 1898 á Nesi í Norðfirði og lést 5. mars 1985.
Foreldrar hennar voru Ágúst Sigurður Sveinbjörnsson sjómaður, f. 18. ágúst 1965 á Skálanesi við Seyðisfjörð, N-Múl., d. 22. desember 1934, og kona hans Kristín Ólafsdóttir frá Litlakoti, húsfreyja, f. þar 8. september 1868, d. 6. janúar 1944.

Barn Kristínar:
1. Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1893, d. 24. júní 1984. Hún var kona Stefáns Vilhjálmssonar á Litlu-Grund og í Hábæ, f. 24. ágúst 1890.
Börn Kristínar og Ágústs:
2. Petrún Ólöf Ágústsdóttir, (nefnd Petrína við jarðsetningu), síðast á Svalbarðseyri við Eyjafjörð, f. 14. maí 1898 á Nesi í Norðfirði, d. 5. mars 1985.
3. Anna Oddný Ágústsdóttir Olsen húsfreyja, f. 20. ágúst 1900 í Norðfirði, d. 12. maí 1959, bjó í Reykjavík.
4. Ingibjörg Ágústsdóttir húsfreyja, síðast á Breiðabliki á Svalbarðsströnd, f. 16. desember 1903, d. 10. janúar 1991.
5. Kristín Ágústa Ágústsdóttir, f. 5. september 1906, d. 27. september 1906.
6. Ágústa Kristín Ágústsdóttir húsfreyja, kaupkona, f. 14. september 1908, d. 20. janúar 2004.

Petrún var með foreldrum sínum í æsku. Þau fluttu til Eyja frá Mjóafirði 1903 með Önnu Oddnýju og Petrúnu Ólöfu. Hún bjó með þeim á Kirkjubæ 1910.
Petrún var vinnukona á Svalbarði 1913, var með foreldrum sínum í Skálanesi 1914 og 1915, fór til Hafnarfjarðar 1916, en var hjá foreldrum sínum í Skálanesi 1918 og 1919. Hún eignaðist þrjú börn með Alfreð unnusta sínum, en missti þau og Alfreð á þeim árum. Hún var hjú hjá systur sinni Önnu Oddnýju á Eiði 1920, skráð ekkja, var hjá foreldrum sínum í Skálanesi 1921-1924, eignaðist Sveinbjörgu Ölmu í Garði við Baldursgötu í Reykjavík 1925. Sveinbjörg Alma dóttir hennar kom að Skálanesi 1926 án móður sinnar, var þar ekki 1927, en hjá móðurforeldrum sínum í Skálanesi 1930. Hún ólst síðan upp hjá Ágústu móðursystur sinni og Sverri manni hennar. Petrún var í Keflavík 1934, en var skráð hjá ekkjunni móður sinni í Skálanesi 1935, en dvaldi hjá Ágústu systur sinni í Keflavík. Sveinbjörg Alma lést í mars 1936 af Keflavíkurbrunanum, þegar kviknaði í jólatrénu á barnaskemmtun þar.
Petrún Ólöf var um skeið á Siglufirði, fluttist til Svalbarðseyrar við Eyjafjörð, giftist Októ þar 1940. Þau bjuggu í Líndalshúsi. Þau eignuðust ekki börn.
Petrún Ólöf lést 1985 og Októ 1991.

I. Barnsfaðir Petrúnar var Þórður Jónsson á Bergi, formaður, skipasmiður, f. 10. júní 1887 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 1. febrúar 1939.
Barn þeirra:
1. Sveinbjörg Alma Þórðardóttir, f. 22. desember 1925 í Reykjavík, d. 28. mars 1936 af Keflavíkurbrunanum.

II. Unnusti og barnsfaðir Petrúnar var Alfreð Bernhardsson, f. 1886, d. 6. desember 1918. Hann kom til Eyja frá Siglufirði 1915.
Börn þeirra:
2. Barn, sem dó í vöggu.
3. Alexander August Kristinn Alfreðsson, f. 26. apríl 1917 í Skálanesi, d. 5. desember 1918.
4. Alfreð Alexander Alfreðsson, f. 4. október 1918 á Hjalteyri, d. 13. maí 1919.

III. Maður Petrúnar Ólafar, (12. desember 1940), var Októ Guðnason frá Meðalheimi í Eyjafirði, sjómaður, verkamaður í Líndalshúsi í Svalbarðssókn í Eyjafirði, f. 12. október 1901, d. 20. apríl 1991. Foreldrar hans voru Guðni Bjarnason í Líndalshúsi, sjómaður, f. 14. febrúar 1867, d. 9. júní 1943, og kona hans Indíana Kristjánsdóttir frá Miðgerði í Laufássókn, Eyjaf., húsfreyja, f. 31. ágúst 1873, d. 2. október 1952.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.