Hreggviður Eyvindsson
Hreggviður Eyvindsson rafvirki, búfræðingur í Svíþjóð fæddist 6. júlí 1959 í Eyjum.
Foreldrar hans Eyvindur Hreggviðsson bifvélavirki í Reykjavík, f. 20. ágúst 1936 í Reykjavík og kona hans Þóra Þórðardóttir húsfreyja, f. 16. apríl 1939 í Eyjum.
Hreggviður var með foreldrum sínum á Sóleyjargötu 3, flutti til Reykjavíkur 1966.
Hann lærði búfræði á Hvanneyri, lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1983.
Hann vann hjá Rafafli, rekur bú í Svíþjóð.
I. Kona Hreggviðs er Jenny Mandal, sænskrar ættar.
Börn þeirra:
1. Eyvindur Mandal Hreggviðsson tamningamaður, rafvirki, f. 22. desember 1988. Kona hans Sofie Faltsjö.
2. Elsa Mandal Hreggviðsdóttir búfræðingur, reiðkennari, f. 29. mars 1991. Barnsfaðir hennar Robin Haraldsen.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
- Þóra Þórðardóttir.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.