Kristín Guðjónsdóttir (Bergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Guðjónsdóttir á Bergi, húsfreyja fæddist 26. júlí 1889 í Krókatúni í Landsveit og lést 4. apríl 1982.
Foreldrar hennar voru Guðjón Arnbjörnsson bóndi, f. 20. júní 1863 í Krókatúni, d. 16. júlí 1899, og kona hans Helga Þórðardóttir frá Vola í Flóa, f. 20. maí 1858, d. 22. febrúar 1945.

Kristín var með foreldrum sínum á Þúfu í Landsveit 1890. Faðir hennar lést 1899 og var Kristín í Marteinstungu í Holtum 1898, kom þaðan til Bergljótar móðursystur sinnar í Króki í Flóa á því ári, var hjá henni 1910.
Hún fluttist frá Selfossi til Eyja 1918, var bústýra Þórðar á Bergi og eignaðist Ástu með honum á því ári og Bergþóru 1924.
Þórður hvarf frá Bergi, kvæntist Kristbjörgu 1927. Kristín bjó áfram á Bergi, var húsfreyja þar 1949, bjó þar með Ástu dóttur sinni, Óskari og Þórðu Berg, fylgdi Ástu dóttur sinni á Brimhólabraut 15 og lést 1982.
Kristín lést 1982.

I. Sambýlismaður Kristínar var Þórður Jónsson frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, formaður, bátasmiður, f. 10. júní 1887, d. 1. febrúar 1939.
Börn þeirra:
1. Jónína Ásta Þórðardóttir, f. 27. nóvember 1918, d. 28. september 1995.
2. Bergþóra Þórðardóttir húsfreyja, f. 16. mars 1924, d. 16. júlí 2004.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.