Eyvindur Hreggviðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Eyvindur Hreggviðsson.

Eyvindur Hreggviðsson bifvélavirki fæddist 20. ágúst 1936 í Reykjavík og lést 10. júní 2024.
Foreldrar hans voru Guðjón Hreggviður Jónsson frá Hlíð, bifvélavirkjameistari, tónlistarmaður, f. þar 17. ágúst 1909, d. 22. desember 1987, og kona hans Þórunn Jensdóttir, húsfreyja, f. 1. febrúar 1897 á Torfastöðum í Fljótshlíð, d. 24. febrúar 1975.

Börn Þórunnar og Hreggviðs:
1. Tómas Hreggviðsson, f. 24. febrúar 1935 í Reykjavík, d. 5. júní 2006.
2. Eyvindur Hreggviðsson, f. 20. ágúst 1936 í Reykjavík.

Eyvindur var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim frá Reykjavík 1938, bjó með þeim á Kiðjabergi, í Stóra-Gerði, við Sólhlíð, í Hlíð og síðar við Sóleyjargötu .
Hann nam bifvélavirkjun hjá föður sínum, varð sveinn 1960, fékk meistarabréf 1963 og vann við iðnina í Eyjum. Eftir flutning til Reykjavíkur 1966 rak hann ásamt Tómasi bróður sínum og Vilhelm Júlíussyni bifreiðaverkstæði í Reykjavík í tvö ár, en varð síðan verkstjóri hjá Sveini Egilssyni.
Þau Þóra giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Sóleyjargötu 3.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1966, bjuggu á Kambsvaði 1.
Þau keyptu Austurkot í Ölfusi með þrem öðrum og ráku þar hrossaræktun, keyptu síðan Auðsholtshjáleigu með sömu aðilum og ráku þar einnig hrossaræktun. Síðan keyptu þau ásamt börnum sínum búið og þar rekur Kristbjörg dóttir þeirra og Gunnar maður hennar ræktunina og útflutningsfyrirtækið Horse Export.

I. Kona Eyvindar, (4. október 1959), er Þóra Þórðardóttir frá Skálanesi, húsfreyja, símavörður, f. 16. apríl 1939 í Vallartúni.
Börn þeirra:
1. Kristbjörg Eyvindsdóttir húsfreyja, kennari, hrossaræktandi, býr á Grænhól í Ölfusi, f. 10. janúar 1957 í Eyjum. Maður hennar Gunnar Arnarson.
2. Hreggviður Eyvindsson rafvirkjameistari, búfræðingur, rekur bú í Svíþjóð, f. 6. júlí 1959 í Eyjum. Kona hans Jenny Mandal.
3. Þórunn Eyvindsdóttir ferðamálafræðingur, hrossaræktandi, f. 29. maí 1966 í Eyjum, ógift. Barnsfaðir hennar Matthías Sveinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.