Sigríður Friðriksdóttir yngri (Gröf)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. apríl 2019 kl. 20:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. apríl 2019 kl. 20:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigríður Friðriksdóttir yngri (Gröf)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Elísabet Sigríður Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja á Hvoli á Húsavík fæddist 2. október 1905 í Gröf og lést 21. apríl 1985.
Foreldrar hennar voru Friðrik Gissur Benónýsson útgerðarmaður, bátsformaður og dýralæknir, f. 14. ágúst 1858, d. 23. ágúst 1943, og kona hans Oddný Benediktsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1864, d. 10. apríl 1940.

Börn Benedikts og Oddnýjar voru:
1. Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 29. júní 1885, síðast í Kópavogi, d. 5. febrúar 1976.
2. Benedikt Friðriksson skósmíðameistari, f. 26. febrúar 1887 á Efstu-Grund u. Eyjafjöllum, d. 11. febrúar 1941.
3. Elías Friðriksson verkamaður í Gröf, f. 25. mars 1888 u. Eyjafjöllum, d. 3. desember 1908.
4. Magnúsína Friðriksdóttir húsfreyja í Eyjum, síðast í Reykjavík, f. 14. maí 1889, d. 19. apríl 1983.
5. Friðrik Friðriksson, tvíburi, f. 14. september 1890, d. 11. desember 1890.
6. Gissur Friðriksson, tvíburi, f. 14. september 1890, d. 22. nóvember 1890.
7. Valgerður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1892, d. 24. júlí 1957.
8. Ingibjörg Friðriksdóttir, f. 11. febrúar 1894, d. 13. júní 1895.
9. Friðrik Friðriksson, f. 13. maí 1895, d. 25. maí 1895.
10. Anna Friðriksdóttir, f. 24. ágúst 1896, d. 27. apríl 1897.
11. Árný Friðriksdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1898, d. 8. júlí 1977.
12. Friðrik Friðriksson, f. 25. október 1899, d. 20. maí 1913.
13. Oddný Friðriksdóttir, f. 23. febrúar 1901, d. 25. febrúar 1901.
14. Þorbjörn Friðriksson sjómaður, skipstjóri, f. 16. ágúst 1902 í Péturshúsi, d. 4. júní 1977.
15. Benóný Friðriksson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. janúar 1904 á Kirkjubæ, d. 12. maí 1972.
16. Elísabet Sigríður Friðriksdóttir bústýra, f. 2. október 1905 í Gröf, d. 21. apríl 1985.
17. Sólmundur Friðriksson, f. 30. maí 1908, d. 6. júlí 1908.
18. Elín Fanný Friðriksdóttir húsfreyja, forstöðukona, f. 10. febrúar 1910, d. 28. nóvember 1997.
19. Marie Albertine Friðriksdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1911, d. 23. desember 1989.

Sigríður var með foreldrum sínum í bernsku, var hjú hjá Benedikti bróður sínum á Þingvöllum 1920, en var aftur með foreldrum sínum 1927.
Þau Sigurjón bjuggu á Kanastöðum, Hásteinsvegi 22 við fæðingu Elíasar 1927 og Halldórs Friðriks 1929.
Þau áttu skamma dvöl á Akureyri, en fluttust til Húsavíkur og bjuggu þar á Hvoli, en að síðustu í Reykjavík.

I. Maður Elísabetar Sigríðar var Sigurjón Halldórsson bifreiðastjóri, verkamaður, vélstjóri, f. 6. mars 1902, síðast í Reykjavík, d. 9. desember 1963.

Börn þeirra:
1. Elías Ben Sigurjónsson bifvélavirki í Reykjavík, síðar í Svíþjóð, f. 1. júlí 1927, d. 19. desember 1998. Kona hans Ingibjörg Marsibil Ólafsdóttir.
2. Halldór Friðrik Sigurjónsson tæknimaður í Svíþjóð, f. 19. febrúar 1929, d. 9. júlí 2013. Kona hans Sylvía Anderson.
3. Mary Alberty Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja, f. 20. mars 1930 á Akureyri, d. 3. ágúst 2009. Maður hennar var Jón Frímann Sigvaldason.
4. Benoný Sigurjónsson skipstjóri, býr í Svíþjóð, f. 31. maí 1931. Kona hans Inger Öklund.
5. Kolbeinn Oddur Sigurjónsson sjómaður, f. 12. september 1932. Barnsmóðir hans var Rannveig Snót Einarsdóttir. Kona hans, (skildu), var Sigríður Sigurðardóttir frá Vatnsdal.
6. Kári Rafn Sigurjónsson vélvirki á Hvolsvelli, f. 1. október 1933. Kona hans Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir.
7. Kolbrún Hulda Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 25. febrúar 1936. Maður hennar Ingibergur Garðar Tryggvason.
8. Sigrún Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1937, d. 25. ágúst 2014. Maður hennar Pálmi Jónsson.
9. Gylfi Þór Sigurjónsson verslunarstjóri, f. 7. júlí 1942. Kona hans Jóna Bjarnadóttir.
10. Ingibjörg Sigurjónsdóttir Bankley, bjó í Bandaríkjunum, f. 18. október 1943, d. 24. apríl 2016. Maður hennar Richard Bankley.
11. Óskar Berg Sigurjónsson bifvélaviðgerðarmaður, f. 24. maí 1948. Sambýliskona var Olga Thorarensen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.