Þorbjörn Friðriksson (Gröf)
Fara í flakk
Fara í leit
Þorbjörn Friðriksson, Gröf, fæddist í Vestmannaeyjum þann 16. ágúst 1902. Foreldrar hans voru Friðrik Benónýsson og Oddný Benediktsdóttir. Þorbjörn hóf formennsku árið 1928 á Sæbjörgu. Eftir það var Þorbjörn með Njörð fram til ársins 1930. Eftir það hætti hann formennsku. Þorbjörn lést 4 júní árið 1977
Um Þorbjörn segir í ,,Tryggva sögu Ófeigssonar" eftir Ásgeir Jakobsson:
- Þorbjörn gerðist togarasjómaður. Var með Tryggva Ófeigssyni skipstjóra og útgerðarmanni og á hans útveg, eftir að Tryggvi hætti skipstjórn. Björn var góður hagyrðingur og fóru sumar vísur hans víða.
- Hann hafði skáldanafnið ,,Þorbjörn skipsins,” en ýmsir kölluðu hann ,,Júpertersskáld" og var stundum nefndur ,,hirðskáld Tryggva.”
Myndir
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.