Marie Albertine Friðriksdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Marie Albertine Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja fæddist þar 7. júlí 1911 og lést 23. desember 1989.
Foreldrar hennar voru Friðrik Gissur Benónýsson útgerðarmaður, bátsformaður og dýralæknir, f. 14. ágúst 1858, d. 23. ágúst 1943, og kona hans Oddný Benediktsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1864, d. 10. apríl 1940.

Börn Benedikts og Oddnýjar voru:
1. Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 29. júní 1885, síðast í Kópavogi, d. 5. febrúar 1976.
2. Benedikt Friðriksson skósmíðameistari, f. 26. febrúar 1887 á Efstu-Grund u. Eyjafjöllum, d. 11. febrúar 1941.
3. Elías Friðriksson verkamaður í Gröf, f. 25. mars 1888 u. Eyjafjöllum, d. 3. desember 1908.
4. Magnúsína Friðriksdóttir húsfreyja í Eyjum, síðast í Reykjavík, f. 14. maí 1889, d. 19. apríl 1983.
5. Friðrik Friðriksson, tvíburi, f. 14. september 1890, d. 11. desember 1890.
6. Gissur Friðriksson, tvíburi, f. 14. september 1890, d. 22. nóvember 1890.
7. Valgerður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1892, d. 24. júlí 1957.
8. Ingibjörg Friðriksdóttir, f. 11. febrúar 1894, d. 13. júní 1895.
9. Friðrik Friðriksson, f. 13. maí 1895, d. 25. maí 1895.
10. Anna Friðriksdóttir, f. 24. ágúst 1896, d. 27. apríl 1897.
11. Árný Friðriksdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1898, d. 8. júlí 1977.
12. Friðrik Friðriksson, f. 25. október 1899, d. 20. maí 1913.
13. Oddný Friðriksdóttir, f. 23. febrúar 1901, d. 25. febrúar 1901.
14. Þorbjörn Friðriksson sjómaður, skipstjóri, f. 16. ágúst 1902 í Péturshúsi, d. 4. júní 1977.
15. Benóný Friðriksson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. janúar 1904 á Kirkjubæ, d. 12. maí 1972.
16. Elísabet Sigríður Friðriksdóttir bústýra, f. 2. október 1905 í Gröf, d. 21. apríl 1985.
17. Sólmundur Friðriksson, f. 30. maí 1908, d. 6. júlí 1908.
18. Elín Fanný Friðriksdóttir húsfreyja, forstöðukona, f. 10. febrúar 1910, d. 28. nóvember 1997.
19. Marie Albertine Friðriksdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1911, d. 23. desember 1989.

Marie var með foreldrum sínum í æsku og enn 1930.
Þau Ólafur giftu sig 1933, hún til heimilis í Gröf og hann á Breiðabólstað. Þau bjuggu á Breiðabólstað 1934 og enn 1940 og Friðrik faðir hennar og Rafn uppeldisbróðir hennar og einnig foreldrar Ólafs bjuggu þar hjá þeim. Þau bjuggu á Heiðarvegi uns þau skildu, barnlaus.
Marie var í Hraunbúðum eftir Gos og bjó þar síðast. Hún lést 1989.

I. Maður Marie, (10. júní 1933, skildu), var Ólafur Ágúst Kristjánsson bæjarstjóri, byggingameistari, f. 12. ágúst 1909, d. 21. apríl 1989.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.