Benedikt Friðriksson (skósmiður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Benedikt Friðriksson skósmíðameistari fæddist 26. febrúar 1887 á Efstu-Grund u. Eyjafjöllum og lést 11. febrúar 1941.
Foreldrar hans voru Friðrik Gissur Benónýsson útgerðarmaður, bátsformaður og dýralæknir, f. 14. ágúst 1858, d. 23. ágúst 1943, og kona hans Oddný Benediktsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1864, d. 10. apríl 1940.

Börn Friðriks og Oddnýjar voru:
1. Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja á Hallgilsstöðum á Langanesi, N-Þing. og í Höfnum í Skeggjastaðhr., N-Múl., síðast bús. í Kópavogi, f. 29. júní 1885, d. 5. febrúar 1976.
2. Benedikt Friðriksson skósmíðameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 26. febrúar 1887 á Efstu-Grund u. Eyjafjöllum, d. 11. febrúar 1941.
3. Elías Friðriksson vinnumaður í Gröf, f. 25. mars 1888 u. Eyjafjöllum, d. 3. desember 1908.
4. Magnúsína Friðriksdóttir húsfreyja í Eyjum, síðast í Reykjavík, f. 14. maí 1889, d. 19. apríl 1983.
5. Friðrik Friðriksson, tvíburi, f. 14. september 1890, d. 11. desember 1890.
6. Gissur Friðriksson, tvíburi, f. 14. september 1890, d. 22. nóvember 1890.
7. Valgerður Friðriksdóttir húsfreyja á Ytri-Brekkum, Þórshafnarhr., N-Þing. um 1914-24. Húsfreyja á Ytra-Álandi, Svalbarðssókn, N-Þing. 1923 og 1930, f. 9. febrúar 1892, d. 24. júlí 1957.
8. Ingibjörg Friðriksdóttir, f. 11. febrúar 1894, d. 13. júní 1895.
9. Friðrik Friðriksson, f. 13. maí 1895, d. 25. maí 1895.
10. Anna Friðriksdóttir, f. 24. ágúst 1896, d. 27. apríl 1897.
11. Árný Friðriksdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjavík, síðast á Húsavík, f. 20. mars 1898, d. 8. júlí 1977.
12. Friðrik Friðriksson, f. 25. október 1899, d. 20. maí 1913.
13. Oddný Friðriksdóttir, f. 23. febrúar 1901, d. 25. febrúar 1901.
14. Þorbjörn Friðriksson sjómaður, síðast í Reykjavík, f. 16. ágúst 1902 í Péturshúsi, d. 4. júní 1977.
15. Benóný Friðriksson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. janúar 1904 á Kirkjubæ, d. 12. maí 1972.
16. Elísabet Sigríður Friðriksdóttir bústýra á Húsavík, síðast í Reykjavík, f. 2. október 1905 í Gröf, d. 21. apríl 1985.
17. Sólmundur Friðriksson, f. 30. maí 1908, d. 6. júlí 1908.
18. Elín Fanný Friðriksdóttir húsfreyja, forstöðukona saumastofu Þjóðleikhússins, f. 10. febrúar 1910, d. 28. nóvember 1997.
19. Marie Albertine Friðriksdóttir, síðast í Eyjum, f. 7. júlí 1911, d. 23. desember 1989.

Benedikt var þriggja ára tökudrengur hjá Benedikt móðurföður sínum og Elínu ömmu sinni á Efstu-Grund 1890, 14 ára hjú hjá Emerentíönu móðursystur sinni í Mjósundi í Hvalnessókn á Reykjanesi 1901.
Hann lærði skósmíðar, fluttist frá Reykjavík til Eyja 1906, vann við skósmíðar og kenndi þær.
Þau Elsa bjuggu í Vinaminni 1910. Hjá þeim var Elín Stefánsdóttir móðurmóðir hans.
Þau giftu sig 1911 og bjuggu í Vinaminni til 1917, en voru komin á Þingvelli síðla árs 1917.
Elsa ól Alfreð Alexander í Vinaminni 1911 og Ottó Berent Elías á Þingvöllum 1917.
Elsa lést 1918.
Benedikt kvæntist Guðrúnu 1926. Þau bjuggu á Þingvöllum, eignuðust tvö eldri börn sín þar, fluttust til Reykjavíkur 1928. Þar eignuðust þau þrjú börn.
Benedikt lést 1941, en Guðrún 1969.

Benedikt var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (4. nóvember 1911), var Elsa Dóróthea Ólafía Guðmundsdóttir, f. 28. apríl 1889 á Seyðisfirði, d. 4. desember 1918.
Börn þeirra:
1. Alfreð Alexander Benediktsson sjómaður í Reykjavík, f. 14. desember 1911 í Vinaminni, bjó síðast á Grettisgötu 37 í Reykjavík, d. 9. nóvember 1946.
2. Ottó Berent Elías Benediktsson bakari, síðast í Reykjavík, f. 2. nóvember 1917 á Þingvöllum, d. 31. maí 1990.

II. Síðari kona Benedikts, (10. júlí 1926), var Guðrún Pálsdóttir frá Laufholti, húsfreyja, f. 21. júlí 1900 á Keldum á Rangárvöllum, d. 24. október 1969.
Börn þeirra voru:
3. Elsabet Ester Benediktsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 29. ágúst 1926 á Þingvöllum.
4. Friðrik Pálmar Benediktsson öryrki, f. 31. október 1927 á Þingvöllum, d. 17. júní 1994.
5. Hörður Benediktsson múrarameistari, f. 29. júlí 1930 í Reykjavík, d. 23. júlí 2009.
6. Sverrir Benediktsson hárskeri, f. 21. júlí 1931 í Reykjavík.
7. Soffía Eygló Benediktsdóttir húsfreyja, iðnverkakona, f. 24. maí 1935 í Reykjavík.
Barn Guðrúnar og fósturbarn Benedikts var
8. Ágúst Friðþjófsson bifreiðastjóri, f. 8. nóvember 1920, d. 5. október 2017.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.