Hjörleifur Guðjónsson (Breiðabliki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. ágúst 2015 kl. 13:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. ágúst 2015 kl. 13:06 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Hjörleifur Guðjónsson bústjóri á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, síðar verkamaður í Eyjum og Keflavík, fæddist 21. maí 1893 og lést 24. janúar 1973.
Foreldrar hans voru Guðjón Tómasson bóndi á Raufarfelli og í Selkoti, f. 19. ágúst 1869, d. 5. desember 1915 og kona hans Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. desember 1872, d. 1. apríl 1964.

Bróðir Hjörleifs var Stefán Guðjónsson í Hólatungu, f. 8. maí 1904, d. 4. nóvember 1987. Tómas afi þeirra var bróðir Gísla Stefánssonar í Hlíðarhúsi.

Hjörleifur var með foreldrum sínum í æsku. Hann kvæntist Soffíu Guðfinnu 1915 og var bústjóri hjá ekkjunni móður sinni á Raufarfelli og bóndi þar. Þar var hann með Soffíu Guðfinnu og þrem börnum þeirra 1920.
Þau Soffía Guðfinna fluttust til Eyja 1925, bjuggu fyrst á Búðarfelli hjá Runólfi bróður hennar, 1930 bjuggu þau á Breiðabliki, síðar á Brattlandi, en fluttust til Keflavíkur 1945.

Kona Hjörleifs, (1915), Soffía Guðfinna Runólfsdóttir húsfreyja, f. 21. apríl 1890 í Hörglandskoti á Síðu, d. 4. október 1982.
Börn þeirra voru
1. Gróa Hjörleifsdóttir húsfreyja, síðar í Keflavík, f. 31. júlí 1915, d. 17. desember 1993, gift Magnúsi Ísleifssyni frá Nýjahúsi.
2. Guðbjörg Hjörleifsdóttir, f. 10. apríl 1918, d. 3. nóvember 1921.
3. Guðjón Kristinn Hjörleifsson múrari, síðar í Keflavík, f. 29. júní 1919, d. 9. nóvember 1965.
4. Ingibjörg Hjörleifsdóttir húsfreyja, síðast búsett í Njarðvíkum, f. 5. ágúst 1924, d. 8. febrúar 2005.
5. Ingi Guðmann Hjörleifsson múrari og húsasmiður, síðar í Keflavík, f. 11. september 1927 á Breiðabliki, d. 15. febrúar 2011.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.