Magnús Ísleifsson (Nýjahúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eyjólfur Magnús Ísleifsson frá Nýjahúsi, sjómaður, skipstjóri fæddist 9. september 1905 í Péturshúsi og lést 3. september 1991 í Keflavík.
Foreldrar hans voru Ísleifur Jónsson útgerðarmaður, sjómaður, formaður f. 6. september 1881 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum, d. 20. desember 1932, og kona hans Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1872 í Kálfatjarnarsókn á Reykjanesi, d. 13. mars 1948.

Börn Ísleifs og Þórunnar voru:
1. Jónína Guðrún Ísleifsdóttir, f. 19. febrúar 1902 í Steinum, d. 18. júní 1974.
2. Eyjólfur Magnús Ísleifson skipstjóri, f. 13. september 1905 í Péturshúsi, d. 3. september 1991.
3. Jóhann Pétur Ísleifsson, f. 9. júlí 1908, fórst með v.b. Sigurði Péturssyni frá Siglufirði í október 1934.
4. Steinunn Rósa Ísleifsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1912 í Nýjahúsi, d. 13. júlí 1994.
5. Jón Ragnar Ísleifsson sjómaður, f. 16. september 1914 í Nýjahúsi, fórst með v.b. Sigurði Péturssyni frá Siglufirði í október 1934.
Barn Þórunnar:
6. Ágústa Þorkelsdóttir, síðar húsfreyja í Vetleifsholti og Miðgarði í Holtum f. 19. ágúst 1896, d. 30. júní 1974. Faðir hennar var Þorkell Guðmundsson trésmiður í Bolungarvík, f. 11. september 1870, d. 10. september 1910.

Magnús var með foreldrum sínum í æsku.
Hann fékk stýrimannsréttindi 1932 og skipstjórnarréttindi 1938.
Magnús byrjaði sjómennsku um fermingu með Jakobi Tranberg á opnum báti, síðan á fjölda báta, m.a. á Emmu, Mínervu, Kap, Val, Hörpu, Elliaey, Viggó, Vini, lengi á Lagarfossi.
Magnús var formaður á v.b. Gústaf.
Eftir flutning til Keflavíkur vann Magnús hjá Keflavíkurbæ í nokkur ár, en síðan á Keflavíkurflugvelli til áttræðs.
Þau Gróa giftu sig 1936, eignuðust fjögur börn, þrjú í Eyjum og eitt í Keflavík. Þau bjuggu á Brekku við Faxastíg 4 1940, á Hásteinsvegi 28 1945, fluttu til Keflavíkur 1946, bjuggu þar við Austurgötu, Sólvallagötu og Vallartún. Að síðustu bjuggu þau á Kirkjuvegi 11.
Eyjólfur Magnús lést 1991 og Gróa 1993.

I. Kona Eyjólfs Magnúsar, (31. október 1936), var Gróa Hjörleifsdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 30. júlí 1915, d. 17. desember 1993.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Ragna Magnúsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, matartæknir, f. 1. febrúar 1937 á Brekku. Maður hennar Þórarinn Brynjólfsson, látinn.
2. Hjörleifur Magnússon vélvirkjameistari, f. 13. júní 1938 á Brekku, d. 30. apríl 2022. Fyrrum kona hans Sveinfríður Ragna Einarsdóttir. Kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir.
3. Soffý Þóra Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 11. apríl 1945 á Hásteinsvegi 28. Maður hennar Jóhannes Sigurðsson.
4. Magnús Ægir Magnússon rekstrarráðgjafi, löggiltur verðbréfamiðlari, f. 21. desember 1956 í Keflavík. Kona hans Alma Sigurðardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. september 1991. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Afkomendur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.