Guðjón Kristinn Hjörleifsson (Breiðabliki)
Guðjón Kristinn Hjörleifsson frá Breiðabliki, múrarameistari fæddist 29. júní 1919 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum og lést 9. nóvember 1965.
Foreldrar hans voru Hjörleifur Guðjónsson bústjóri, síðar verkamaður í Eyjum og Keflavík, f. 20. maí 1893 í Selkoti, d. 24. janúar 1973, og Soffía Guðfinna Runólfsdóttir húsfreyja, f. 21. apríl 1890 í Hörglandskoti í V-Skaft., d. 4. október 1982.
Börn Soffíu og Hjörleifs:
1. Gróa Hjörleifsdóttir húsfreyja, síðar í Keflavík, f. 31. júlí 1915, d. 17. desember 1993, gift Magnúsi Ísleifssyni.
2. Guðbjörg Hjörleifsdóttir, f. 10. apríl 1918, d. 3. nóvember 1921.
3. Guðjón Kristinn Hjörleifsson múrari, síðar í Keflavík, f. 29. júní 1919, d. 9. nóvember 1965. Kona hans Sigríður Reykdal Þorvaldsdóttir.
4. Magnús Hjörleifsson, f. 13. júní 1921, d. 3. september 1962. Kona hans Guðbjörg Einarsdóttir.
5. Gísli Ágúst Hjörleifsson járnsmiður, f. 13. febrúar 1923, d. 17. september 1967. Kona hans Ása Soffía Friðriksdóttir.
6. Ingibjörg Hjörleifsdóttir húsfreyja, síðast búsett í Njarðvíkum, f. 5. ágúst 1924, d. 8. febrúar 2005. Maður hennar Aðalsteinn Guðmundsson.
7. Ingi Guðmann Hjörleifsson múrari og húsasmiður, síðar í Keflavík , f. 11. september 1927 á Breiðabliki, d. 15. febrúar 2011. Kona hans Kristrún Jóhanna Pétursdóttir.
8. Andvana stúlka, f. 7. apríl 1929 á Minna-Núpi.
Barn Soffíu:
9. Rósa Runólfsdóttir húsfreyja í Hólatungu, f. 9. nóvember 1909, d. 25. apríl 1948, kona Stefáns Guðjónssonar.
Guðjón var með foreldrum sínum í æsku og fluttist með þeim til Eyja 1926. Hann bjó með þeim á Búðarfelli 1926, á Breiðabliki 1930, í Héðinshöfða 1934 og síðar Brattlandi til 1945, en fluttist þá með þeim til Keflavíkur.
Hann flutti til Hafnarfjarðar 1957 og bjó þar síðan.
Guðjón nam múrverk í Iðnskólanum í Eyjum og hjá Óskari Kárasyni 1936-1940, fékk sveinsréttindi 1940, síðar meistararéttindi í greininni og vann við iðnina í Eyjum, Keflavík og Reykjavík.
Guðjón var í prófnefnd múrara í Keflavík og sat í stjórn Iðnaðarmannafélags Keflavíkur 1946-1953 og formaður Iðnráðs Keflavíkur 1949-1959.
Hann átti gildan þátt í tónlistarlífi, var í Lúðrasveit Vestmannaeyja, var einn af stofnendum Karlakórs Keflavíkur.
Þau Sigríður giftu sig, eignuðust tvö börn saman og Guðjón fóstraði tvö börn Sigríðar.
Guðjón lést 1965.
I. Kona Guðjóns Kristins er Sigríður Reykdal Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 1. febrúar 1933. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Jóhannesson skipstjóri á Grund í Njarðvík, f. 14. febrúar 1898, d. 4. mars 1943, og kona hans Stefanía Guðmundsdóttir húsfreyja , f. 30. júlí 1898, d. 26. október 1956.
Börn þeirra:
1. Soffía Hjördís Guðjónsdóttir húsfreyja, framkvæmdastjóri, f. 20. desember 1956. Maður hennar Pétur H. Hansen.
2. Stefanía Rósa Guðjónsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 21. júlí 1962. Maður hennar Helgi G. Júlíusson.
Börn Sigríðar og fósturbörn Guðjóns Kristins:
3. Guðmunda Margrét Svavarsdóttir húsfreyja, kennari, f. 1. janúar 1951. Maður hennar Helgi Þórarinsson.
4. Þorvaldur Jóhannesson verkamaður, f. 4. júní 1953, ókvæntur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Rósant.
- Soffía Hjördís.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.