Þuríður Sigurðardóttir mormóni
Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja á Löndum fæddist 23. september 1821 á Núpi u. Eyjafjöllum og lést 8. mars 1910.
Foreldrar hennar voru Sigurður Andrésson, þá bóndi á Núpi, síðar í A-Landeyjum, f. 1792 í Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, d. 3. júlí 1866 og fyrri kona hans Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 9. desember 1788, d. 23. mars 1827.
Háfsystur hennar, samfeðra, í Eyjum voru:
1. Guðrún Sigurðardóttir eldri, húsfreyja á Kirkjubæ, Presthúsum og í Hólshúsi f. 1. janúar 1827, d. 13. maí 1882.
2. Járngerður Sigurðardóttir húsfreyja í Draumbæ, Túni og Stóra-Gerði, síðar í Fagurlyst, f. 17. september 1830, d. 23. desember 1876.
3. Guðrún Sigurðardóttir yngri, húsfreyja, f. 6. apríl 1834, d. 31. ágúst 1897 í Vesturheimi.
Móðir Þuríðar dó, er hún var á sjötta ári. Hún var fósturbarn á Fit u. V-Eyjafjöllum 1835, fluttist til Eyja frá Hallgeirsey 1841.
Hún var vinnukona á Ofanleiti 1845-1846, í Steinmóðshúsi 1847, „ sjálfrar sín“ í Kastala 1848 og 1849 við fæðingu Jóhanns, vinnukona í Háagarði 1853, húsfreyja á Löndum 1854 og 1855. Þau Páll voru vinnufólk í París 1856, tómthúsfólk í Þorkelshjalli 1857-1859, höfðu „brugðið búi “ 1860. Páll var í Hallberuhúsi, en Þuríður var gift vinnukona í Godthaab. Hún var vinnukona á Fögruvöllum 1861, en Páll vinnumaður í Draumbæ. 1862 var Þuríður „sjálfrar sín“ í Kastala, vinnukona í Elínarhúsi 1863, í Ömpuhjalli 1864 og 1865.
Þuríður var 45 ára „ekkja“, bústýra á Oddsstöðum 1870, vinnukona á Vilborgarstöðum 1872.
Við húsvitjun prests 1873 voru þau Magnús Kristjánsson á Oddsstöðum, Magnús skráður vinnumaður, hún „ekkja-vinnukona“.
Þuríður og Magnús skírðust til mormónasiðar undir handleiðslu Lofts Jónssonar í Þorlaugargerði.
Loftur gifti þau síðan.
Það var talin ólögleg vígsla. Yfirvöldin töldu þau búa saman óvígð, en það var óleyfilegt samkvæmt gildandi lögum.
Þau óskuðu þá eftir lúterskri vígslu, en kirkjuleg yfirvöld töldu það óhæfu.
Málið endaði hjá danska kónginum, sem loks úrskurðaði, að þau fengju borgaralega giftingu. Hana framkvæmdi Aagaard sýslumaður 30. mars 1876. Þetta þótti mikill viðburður í Eyjum og er talin fyrsta borgaralega hjónavígslan á landinu.
(Sjá Saga séra Brynjólfs Jónssonar, V.).
Við sóknarmannatal 1874 voru þau Magnús húsfólk í Helgahjalli, skráð „gift að mormónasið“ og hjá þeim var Jóhanna Sigríður Árnadóttir frá Vilborgarstöðum léttakind.
1875 voru þau húsfólk á Löndum, skráð „gift að mormónasið“ og hjá þeim var Jóhanna Árnadóttir léttakind.
1876 voru þau húsfólk í Dölum, Þuríður skráð „kona hans“, Jóhanna Sigríður léttastúlka.
1877 var heimili hið sama.
1878 var sama stand, en Jóhanna skráð fósturbarn.
Þau Magnús fluttust frá Dölum til Eyrarbakka 1879 ásamt fósturdóttur sinni Jóhönnu Sigríði Árnadóttur frá Vilborgarstöðum, síðar í Utah.
Þau bjuggu síðan í Útgörðum (Ölhóli) í Stokkseyrarhreppi, þurrabúð þar.
I. Barnsfaðir Þuríðar var Benedikt Árnason vinnumaður frá Giljum í Mýrdal, f. 30. júlí 1824 þar, d. 10. janúar 1907 á Fossi í Mýrdasl .
Barn þeirra var
1. Jóhann Benediktsson, f. 27. febrúar 1849, d. 25. júní 1851 „af Barnaveikin“.
II. Fyrri maður Þuríðar, (13. maí 1854, skildu samvistir), var Páll Einarsson tómthúsmaður í París, f. 1823, d. fyrir árslok 1870.
II. Síðari maður hennar, (30. mars 1876), var Magnús Kristjánsson tómthúsmaður, járnsmiður, f. 1844.
Fósturbarn þeirra var
2. Jóhanna Sigríður Árnadóttir frá Vilborgarstöðum, síðar í Utah, f. 9. júlí 1864, d. 7. febrúar 1938. Hún fór til Utah 1883 frá Fagurlyst.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, V..
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Húsfreyjur
- Fólk fætt á 19. öld
- Fólk dáið á 20. öld
- Íbúar í Kastala
- Íbúar á Ofanleiti
- Íbúar í Steinmóðshúsi
- Íbúar á Löndum
- Íbúar í Háagarði
- Íbúar í Þorkelshjalli
- Íbúar í Godthaab
- Íbúar á Fögruvöllum
- Íbúar í Elínarhúsi
- Íbúar í Ömpuhjalli
- Íbúar á Oddsstöðum
- Íbúar í Helgahjalli
- Íbúar í Dölum