Páll Einarsson (Löndum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Páll Einarsson tómthúsmaður á Löndum fæddist 1823 í Öræfum og lést fyrir árslok 1870.
Foreldrar hans voru Einar Pálsson bóndi á Hofi í Öræfum, en síðast á Undirhrauni í Meðallandi, f. 1796 í Mörk á Síðu, d. 6. júní 1851 á Undirhrauni, og fyrri kona hans Steinunn Vigfúsdóttir frá Hnappavöllum í Öræfum, húsfreyja, f. um 1801, d. 11. júní 1843.

Páll var með foreldrum sínum til 1843, var hjá föður sínum í Meðallandi 1843-1847, vinnumaður í Bakkakoti þar 1847-1848, hjá föður sínum á Undirhrauni þar 1848-1849.
Hann fluttist að Hólshúsi 1849 úr V-Skaft., var vinnumaður þar til ársins 1851, vinnumaður í Götu 1852, tómthúsmaður á Löndum 1854.
Hann fluttist frá Stakkagerði í Holtssókn 1864, kvæntur vinnumaður, 35 ára.

I. Kona hans, (13. maí 1854, skildu samvistir), var Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja á Löndum f. 23. september 1821, d. 8. mars 1910.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.