Jóhanna Sigríður Árnadóttir (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Sigríður Árnadóttir frá Vilborgarstöðum fæddist 9. júlí 1864 og lést 7. febrúar 1938.
Foreldrar hennar voru Árni Níelsson vinnumaður, hagyrðingur á Löndum, f. 18. júní 1842, d. 11. desember 1864, og barnsmóðir hans Vigdís Jónsdóttir frá Vilborgarstöðum, f. 10. júní 1845.

Faðir Jóhönnu Sigríðar lést nokkrum mánuðum eftir fæðingu hennar. Hún var á 1. ári með vinnukonunni móður sinni á Löndum í lok árs 1864, með henni á Vilborgarstöðum 1865, með móður sinni nýgiftri á Fögruvöllum 1866, með henni og Árna á Vilborgarstöðum 1867 og enn 1870.
Árni drukknaði af Gauki 1874 og Jóhanna Sigríður var 10 ára léttakind í Helgahjalli hjá Þuríði Sigurðardóttur húsfreyju og Magnúsi Kristjánssyni mormónum í lok ársins, en ekkjan móðir hennar var þá vinnukona í Vanangri með Hildi hjá sér. Þá var Jóhanna Sigríður léttakind hjá þeim á Löndum 1875, léttstúlka hjá þeim í Dölum 1876 og 1877, fósturbarn þar 1878.
Jóhanna Sigríður fluttist til Eyrarbakka með þeim Þuríði og Magnúsi 1879, var fósturbarn hjá þeim í Ölhól í Stokkseyrarsókn 1880.
Hún fluttist þaðan að Fagurlyst 1881 og fór þaðan til Utah 1883.
Jóhanna Sigríður var þrígift og eignaðist fjölda barna.

I. Maður hennar, (4. ágúst 1883), var John Falvel Gay í Spanish Fork, f. 1863.
Börn þeirra:
1. Sara Ann Lucretia Gay, f. 4. nóvember 1884.
2. John Abner Gay, f. 20. september 1886.
3. William Falvelle Gay, f. 25. júní 1888.
4. Louise Rebecca Gay, f. 22. desember 1891.
5. Eldredge Washington Gay, f. 8. febrúar 1895.
6. Ferar Elvena Gay, f. 26. ágúst 1897.
7. Thomas Gay, f. 25. júlí 1900, d. 26. júlí 1900.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Magnús Haraldsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.