Jón Valtýsson (Kirkjubæ)
Jón Valtýsson bóndi á Kirkjubæ fæddist 23. október 1890 og lést 13. maí 1958.
Faðir hans var Valtýr bóndi á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, f. 12. september 1856 í Sólheimahjáleigu í Mýrdal, d. 27. júní 1899, Sveinsson bónda í Sólheimahjáleigu og síðan í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, f. 20. ágúst 1823 í Ormskoti þar, d. 4. júní 1887 á Rauðafelli þar, Sigurðssonar bónda í Sólheimahjáleigu, f. 1793, d. 20. apríl 1841 þar, Bjarnasonar, og konu Sigurðar, Hallberu húsfreyju, f. 30. október 1794, á lífi á Eyjarhólum þar 1858, Sveinsdóttur.
Móðir Valtýs á Önundarhorni og kona Sveins í Sólheimahjáleigu var Auðbjörg húsfreyja, f. 1819 í Pétursey, d. 9. nóvember 1884 í Skarðshlíð, Einarsdóttir bónda í Pétursey í Mýrdal, f. 1774 í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, drukknaði í Hafursárútfalli 17. maí 1822, Brandssonar, og konu Einars Brandssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1786 í Keflavík, d. 29. ágúst 1889 í Hemru í Skaftártungu, Björnsdóttur.
Móðir Jóns Valtýssonar og kona Valtýs var Jóhanna húsfreyja á Önundarhorni, f. 7. júní 1865, d. 23. janúar 1960 í Eyjum, Jónsdóttir bónda á Söndum í Meðallandi, f. 10. júlí 1830 á Syðri-Steinsmýri þar, d. 28. febrúar 1871, drukknaði í lendingu við Dyrhólaós, Jónssonar bónda víða, lengst á Syðri-Steinsmýri, en síðast í Langholti þar, f. 27. júní 1794 á Undirhrauni þar, d. 17. júlí 1843 í Langholti þar, Ólafssonar, og síðari konu Jóns, Margrétar húsfreyju, f. 1789 líklega í Háu-Kotey í Meðallandi, d. 18. júlí 1876 í Langholti, Jónsdóttur.
Móðir Jóhönnu á Önundarhorni og kona Jóns bónda þar var Guðrún húsfreyja í Langholti og Söndum í Meðallandi, f. 30. janúar 1841, d. í apríl 1937, Magnúsdóttir prests í Hraungerði, á Sandfelli í Öræfum, en síðast í Meðallandsþingum, f. 5. júní 1814, d. 22. apríl 1854, Jónssonar Nordahls, og konu sr. Magnúsar, Rannveigar húsfreyju, f. 1813, d. 1857, Eggertsdóttur.
Jón var á fyrsta ári með foreldrum sínum á Önundarhorni 1890, 11 ára með ekkjunni móður sinni þar 1901. Hann var hjá móður sinni og Brandi Ingimundarsyni stjúpa sínum og fjölskyldu á Önundarhorni 1910.
Þau Guðrún Hallvarðsdóttir fluttust að fullu til Eyja 1918 og hófu búskap. Þau tóku við jörðinni Mið-Hlaðbæ, (Ólafsbæ) af Elsu Ólafsdóttur á Velli 1920.
Á árinu 1920 var Jón kvæntur sjómaður á Kirkjubæ með Guðrúnu konu sinni og barninu Aðalheiði tveggja ára.
Jón stundaði sjómennsku í fyrstu, en varð að láta af henni eftir erfiða spænsku veikina 1918. Hann stundaði stopul verkamannastörf, en varð bóndi í Mið-Hlaðbæ, Ólafsbæ, á Kirkjubæ frá 1927 og meðan kraftar entust. Þau Guðrún reistu nýjan Mið-Hlaðbæ, hlöðu og gripahús. Ræktuðu þau tún upp af Urðum norðan og austan Kirkjubóls og nytjuðu Landatún þar norður af.
Alsystkini Jóns í Eyjum voru
1. Auðbjörg Valtýsdóttir húsfreyja á Garðstöðum, f. 8. ágúst 1889, d. 14. ágúst 1963. Maður hennar var Ólafur Eyjólfsson útgerðarmaður og formaður, f. 4. febrúar 1891.
2. Sigríður Valtýsdóttir húsfreyja á Kirkjuhól, f. 5. ágúst 1896, d. 25. maí 1974. Maður hennar var Kjartan Árnason skipstjóri og útgerðarmaður, f. 2. október 1896, d. 18. júní 1929.
Hálfbróðir Jóns Valtýssonar, af sömu móður, var
3. Valtýr Brandsson verkstjóri, f. 3. júní 1901, d. 1. apríl 1976.
Stjúpsystkini Jóns, börn Brands af fyrra hjónabandi, voru:
4. Sigríður Brandsdóttir húsfreyja í Uppsölum, f. 25. ágúst 1887, d. 1. ágúst 1966, kona Gísla Ingvarssonar.
5. Guðrún Brandsdóttir húsfreyja á Bessastöðum f. 17. apríl 1895, d. 16. desember 1981. Maður hennar var Eyjólfur Gíslason skipstjóri, f. 22. maí 1897, d. 7. júní 1995.
6. Ketill Kristján Brandsson netagerðarmaður í Bólstað, f. 16. janúar 1896, d. 11. nóvember 1975.
Kona Jóns (1918) var Guðrún Hallvarðsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1888, d. 15. febrúar 1993.
Börn Jóns og Guðrúnar:
1. Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja og verkakona, f. 20. ágúst 1918, d. 4. desember 1995. Maður hennar var Gunnar Aðalsteinn Ragnarsson, f. 19. september 1922, hrapaði til bana í Stórhöfða 10. júlí 1954.
2. Jóhann Valtýr Jónsson, f. 10. maí 1922, dó nokkurra vikna gamall.
3. Sigurbergur Jónsson bóndi og bifreiðastjóri, f. 19. maí 1923, d. 17. júní 1992, ókvæntur og barnlaus.
4. Jóhanna Svava Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1927. Maður hennar var Andrés Þórarinn Magnússon, f. 22. júní 1924, d. 2. nóvember 2006.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Garður.is.
- Íslendingabók.is.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 20. febrúar 1993. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Til Eyja. Edda Andrésdóttir. JPV útgáfa 2013.
- Vestmannaeyjar – byggð og eldgos. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Ísafoldarprentsmiðja 1973.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.