Guðrún Eiríksdóttir (Lambhúshóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. maí 2015 kl. 14:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. maí 2015 kl. 14:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðrún Eiríksdóttir (Lambhúshóli)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Eiríksdóttir húsfreyja á Lambhúshóli u. Eyjafjöllum fæddist 19. júlí 1824 og lést 9. nóvember 1911.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Einarsson bóndi á Lambhúshóli, f. 30. júní 1787, d. 6. október 1848 og kona hans Margrét Eyjólfsdóttir, f. 1799, d. 13. júní 1873.

Bróðir hennar var
Eyjólfur Eiríksson bóndi á Kirkjubæ.
Bróðurbörn hennar í Eyjum voru:
1. Margrét Eyjólfsdóttir húsfreyja í Gerði, f. 24. júní 1865, d. 29. janúar 1937.
2. Gísli Eyjólfsson á Búastöðum, f. 17. apríl 1867, d. 6. maí 1914.
3. Guðrún Eyjólfsdóttir, f. 17. júní 1869, d. 29. september 1869 úr „kýlaveiki eða útbrotum“.
4. Jóhanna Steinvör Eyjólfsdóttir, f. 16. desember 1870, d. 3. janúar 1871 úr „algengri barnaveiki“.
5. Guðjón Eyjólfsson á Kirkjubæ, f. 9. mars 1872, d. 14. júlí 1935.
6. Sigrún Eyjólfsdóttir, f. 15. desember 1874, d. 3. september 1876 úr „barnaveiki“.
7. Rósa Eyjólfsdóttir húsfreyja í Þorlaugargerði, f. 3. júní 1876, d. 30. október 1944.
8. Jóel Eyjólfsson á Sælundi, f. 4. nóvember 1878, d. 28. september 1944.

Guðrún dvaldi skamma hríð í Eyjum, var í Hallgeirsey í A-Landeyjum 1845 og ól Einar 1846 í Eyjum, en fæðingarstaðar barnsins er ekki getið. Hún finnst þar ekki í lok ársins.
Hún var vinnukona í Hallgeirsey í A-Landeyjum 1845. Þar var Gunnar Sveinsson þá vinnumaður. Þau voru búandi á Lambhúshóli u. Eyjafjöllum 1850 og enn 1860.
Guðrún var bústýra Jóns Sigurðssonar bónda í Stóra-Dal u. V-Eyjafjöllum 1870, kona hans þar 1880.
Hún var vinnukona í Stóra-Dal 1890, í dvöl á Dufþekju í Hvolhreppi 1901 og 1910. Hún lést 1911.

Guðrún var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Gunnar Sveinsson bóndi á Lambhúshóli, f. 15. júní 1809 í Teigssókn, d. 2. september 1860.
Barn þeirra fætt í Eyjum var
1. Einar Gunnarsson sjómaður á Lambastöðum á Reykjanesi, f. 8. júní 1846 í Eyjum, var í Hafnarfirði 1910, d. 8. október 1912.
Börn fædd utan Eyja voru
2. Þórný Gunnarsdóttir bústýra í Efri-Rotum u. V-Eyjafjöllum, f. 13. september 1850, d. 4. maí 1932.
3. Eiríkur Gunnarsson bóndi í Berjanesi og Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, f. 21. október 1853, d. 13. janúar 1917.
4. Margrét Gunnarsdóttir vinnukona í Dufþekju 1910, f. 16. febrúar 1856, d. 6. október 1943.

II. Síðari maður Guðrúnar var Jón Sigurðsson bóndi í Stóra-Dal, f. 1822, d. 1882.
Barn þeirra var
5. Jórunn Jónsdóttir vinnukona í Þorlákshöfn 1901, f. 15. ágúst 1865, d. 24. júní 1948.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.