Guðbjörg Sighvatsdóttir (Stíghúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. desember 2014 kl. 20:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. desember 2014 kl. 20:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðbjörg Sighvatsdóttir (Stíghúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Sighvatsdóttir húsfreyja í Stíghúsi, fæddist 22. desember 1865 og lést. 29. apríl 1951.
Foreldrar hennar voru Sighvatur Sigurðsson bóndi og formaður á Vilborgarstöðum, f. 10. júlí 1835, d. 8. júlí 1874, og barnsmóðir hans Sigríður Sigurðardóttir í Dalahjalli, f. 14. ágúst 1841, d. 22. mars 1876.

Háfsystkini Guðbjargar voru:
1. Friðrika Sighvatsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1858, gift Vigfúsi Scheving bónda, f. 5. september 1852, d. 23. desember 1939.
2. Pálína Sighvatsdóttir, f. 24. nóvember 1861, giftist í Kaupmannahöfn.
3. Sigríður Sighvatsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 3. júní 1864, d. 12. september 1902, gift Jóni Eyjólfssyni.
4. Kristján Loftur Sighvatsson, f. 14. desember 1866, d. 20. maí 1890.
5. Guðmundur Sighvatsson, f. 16. maí 1871, d. 9. september 1871, „dó hastarlega úr magaveikindum“.
6. Björg Sighvatsdóttir húsfreyja á Gilsbakka, f. 5. júní 1873, d. 22. maí 1955, gift Erlendi Árnasyni.
7. Launbarn Sighvats með Vilborgu Steinmóðsdóttur frá Steinmóðshúsi.
Barnið var
7. Kristín Sighvatsdóttir, f. 24. maí 1869. Hún var vinnukona í Godthaab 1890. Hún fór til Vesturheims 1902.

Guðbjörg var með móður sinni á heimili Kristínar ömmu sinnar í Dalahjalli 1866, sveitarbarn í Kastala hjá Arndísi Jónsdóttur 1867 og 1868, en móðir hennar var þar vinnukona, 1869 var hún þar 4 ára án móður sinnar, sem var hjá móður sinni í Dalahjalli. Sigríður móðir hennar var vinnukona að nýju í Kastala 1870 með Guðbjörgu sveitarbarni. 1871 voru mæðgurnar þar enn. Þar voru 5 sveitarbörn hjá ekkjunni Arndísi.
Arndís var í Hólshúsi 1872-1874 og þar voru mæðgurnar.
1875-1878 var Guðbjörg niðursetningur í Elínarhúsi hjá Margréti Þorsteinsdóttur og Jóni Péturssyni, 1880 léttastúlka þar hjá Margréti ekkju, 16 ára vinnukona þar 1881 hjá Margréti og síðari manni hennar Halldóri Jónssyni og enn 1882-1888, í Pétursborg 1889, í Uppsölum 1890, í París við giftingu 1893.
Þau Pálmi bjuggu þar, nefndu húsið Stíghús, sem það hét alla tíð síðan.
Guðbjörg bjó ekkja, húsfreyja þar 1901, 1910 og 1920 og var þar í heimili hjá Jóhanni Pétri og konu hans Ólafíu (Lóu í Stíghúsi) 1930.
Guðbjörg bjó að síðustu í Reykjavík og lést þar 1951.

Maður Guðbjargar, (2. nóvember 1893), var Pálmi Guðmundsson kennari, sjómaður í Stíghúsi, f. 31. ágúst 1866, drukknaði með Jóni Eyjólfssyni bónda á Kirkjubæ og fleiri nálægt Bjarnarey 20. maí 1901.
Barn þeirra var
1. Jóhanns Pétur Pálmason múrari, síðar í Reykjavík, f. 4. mars 1895, d. 7. janúar 1988. Þau Ólafía voru m.a. foreldrar Inga R. Jóhannssonar skákmeistara.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.