Arndís Jónsdóttir (Dölum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Arndís Jónsdóttir húsfreyja í Dölum fæddist 1807 í Meðallandi og lést 1. desember 1877 á Ofanleiti.
Foreldrar hennar voru Jón Árnason bóndi víða í Meðallandi, síðast í Fjósakoti þar, f. 1770, á lífi 1825, og kona hans Helga Einarsdóttir húsfreyja, f. 1770, d. 24. maí 1830 í Suður-Vík í Mýrdal.

Arndís var með foreldrum sínuum til 1818, var á Syðri-Steinsmýri 1818-1819,, með foreldrum sínum 1820-1824, léttastúlka á Borgarfelli í Skaftártungu 1824-1825, í Efri-Ey í Meðallandi 1825-1826 eða lengur, vinnukona í Lágu-Kotey þar 1834 eða fyrr til 1835/6, í Skurðbæ þar 1835/6-1837, á Reyni í Mýrdal 1837-1838/40, á Hellum þar 1838/40-1841/5.
Hún var þjónustustúlka í Steinshúsi 1844, vinnukona í Norðurgarði 1845, vinnukona í Frydendal 1846.
Þau Jón Magnússon giftu sig 1847 og bjuggu í Dölum á því ári og til 1862. Þau eignuðust Martein 1848, en Ólafur fæddist 1850. Þeir dóu báðir 1851.
1852 voru þau með tökubarnið Runólf Runólfsson á öðru ári.
1853 hafði bæst við Þorsteinn Sigríðarson á fyrsta ári, fluttur til Eyja frá Landeyjum á árinu.Sama áhöfn var hjá henni 1854, en 1855 var Þorsteinn orðinn Hreinsson og við hafði bæst Páll Ingimundarson á öðru ári.
Páll fór frá þeim 1856, en hin tökubörnin voru hjá Arndísi.
Þorsteinn Sigríðarson drukknði 1. september 1857.
1860 voru hjá þeim fósturbörnin Runólfur, Gísli Ögmundsson eins árs, en hann dó úr ginklofa í nóvember 1860, og þar var Ragnhildur Magnúsdóttir þriggja ára.
1861voru hjá þeim tökubörnin Runólfur og Jakob Tranberg á öðru ári.
1862 voru þau Jón í Steinmóðarbæ með fósturbarnið Runólf á 12. ári og tökubörnin Jakob Tranberg og Einar Jónsson frá Túni, 7 ára.
1863 voru þau til húsa í Kastala með 4 börn í fóstri. Við hafði bæst Steinunn Þorsteinsdóttir eins árs.
1864 hafði bæst við Kristbjörg Gísladóttir 11 ára og voru fósturbörn þá orðin 5.
1865 var Einar Jónsson farinn en kominn niðursetningurinn Margrét Jónsdóttir móðir hans, ekkja 40 ára. Hún dó í desember á árinu. 1866 var Arndís með sömu áhöfn.
1867 var Runólfur titlaður 16 ára vinnudrengur og mætt var tökubarnið Guðbjörg Sighvatsdóttir 2 ára.
1968 var komið barnið Ólafur Jónsson á 1. ári. Hann var sonur Jóns Steinmóðssonar og Helgu Helgadóttur frá Kornhól, en þá búsett í Fjósi. Hann dó í apríl 1869. Alls voru fósturbörnin 5 á árinu með Runólfi 17 ára vinnudreng.
Jón Magnússon lést 1869 og þá bjuggu hjá Arndísi Guðmundur Ögmundsson og Margrét Halldórsdóttir með Júlíusi Guðmundi á 1. ári. Þá voru þar einnig börnin Steinunn, Jakob og Guðbjörg auk Margrétar Sigurðardóttur 15 ára niðursetnings. Kristbjörg Gísladóttir var hjá þeim 16 ára vinnustúlka.
1870 voru hjá henni Runólfur, Steinunn, Jakob og Guðbjörg.
1871 voru hjá henni 5 niðursetningar, Steinunn og Jakob og nýir meðlimir, Bjarni Jónsson frá Ólafshúsum, 14 ára, Jón Guðmundsson frá Smiðjunni 9 ára, sonur Guðmundar Péturssonar og Guðlaugar Jónsdóttur. Þar var líka Ólafur Ingvarsson frá Miðhúsum, 9 ára. Með Arndísi í Kastala bjuggu þá nýgift hjón, Runólfur og Valgerður Níelsdóttir.
1872 var Arndís í Hólshúsi með Jakob, Guðbjörgu og Bjarna.
1873 var hún þar með Jakob og Guðbjörgu.
1874 var Guðbjörg ein eftir af fósturbörnum Arndísar.
1875 var Arndís niðursetningur á Ofanleiti og þar lést hún 1877.

Maður Arndísar, (27. maí 1847), var Jón Magnússon sjómaður, f. 1811, d. 3. maí 1869.
Börn þeirra hér:
1. Marteinn Jónsson, f. 7. maí 1848, d. 23. september 1851 úr „Barnaveikindum“.
2. Ólafur Jónsson, f. 20. nóvember 1850, d. 21. september 1851 „af Barnaveikinni“.
Auk þessara barna fóstruðu þau fjölda barna um lengri eða skemmri tíma. Þau voru m.a.:
3. Runólfur Runólfsson síðar prest í Utah og Gaulverjabæ.
4. Jakob Tranberg í Jakobshúsi.
5. Guðbjörg Sighvatsdóttir, síðar húsfreyja í Stíghúsi.
6. Steinunn Þorsteinsdóttir. Hún fór til Vesturheims.
7. Þorsteinn Sigríðarson (Hreinsson), f. 1853, sendur Arndísi úr Landeyjum til fósturs, drukknaði 1. september 1857.
8. Páll Ingimundarson frá Gjábakka.
9. Gísli Ögmundsson, f. 31. ágúst 1860, d. 22. nóvember 1860 úr ginklofa.
10. Ragnhildur Magnúsdóttir húsfreyja frá Vanangri.
11. Einar Jónsson, f. 11. febrúar 1856, hrapaði til bana í Flugum 31. júlí 1878, sonur Jóns Sverrissonar og Margrétar Jónsdóttur húsfreyja frá Gjábakka.
Margrét var niðursetningur hjá Arndísi 1865 og dó á árinu.
12. Kristbjörg Gísladóttir frá Presthúsum, f. 22. ágúst 1853, d. 27. janúar 1921.
13. Ólafur Jónsson. Hann var sonur Jóns Steinmóðssonar og Helgu Helgadóttur frá Kornhól, þá búsett í Fjósi. Ólafur dó í apríl 1869.
14. Margrét Sigurðardóttir frá Steinsstöðum, 15 ára niðursetningur.
15. Bjarni Jónsson frá Ólafshúsum, f. 25. janúar 1857, drukknaði 9. febrúar 1895.
16. Jón Guðmundsson frá Smiðjunni 9 ára, sonur Guðmundar Péturssonar og Guðlaugar Jónsdóttur. Hann var fæddur 27. mars 1862, hrapaði til bana 28. júlí 1876.
17. Ólafur Ingvarsson frá Miðhúsum, 9 ára. Hann varð sjómaður og landverkamaður á Miðhúsum, f. 26. júlí 1862, d. 20. júní 1942.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.