Sighvatur Sigurðsson (Vilborgarstöðum)
Sighvatur Sigurðsson (Vilborgarstöðum)
Sighvatur Sigurðsson bóndi og formaður á Vilborgarstöðum fæddist 10. júlí 1835 og lést af slysförum 8. júlí 1874.
Faðir hans var Sigurður Sighvatsson bóndi, f. 20. mars 1792 í Efri-Hól undir Eyjafjöllum.
Sigurður var bóndi í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í A-Landeyjum 1817-1838, síðan á Rimhúsum undir Eyjafjöllum, var kominn að Efsta-Koti þar 1845. Hann brá búi 1854 og var í vinnumennsku. Síðan dvaldi hann hjá Sigurði syni sínum á Borgareyrum og í Hvammi undir Eyjafjöllum og Sigríði dóttur sinni á Núpi þar. Hann lést á Núpi 14. júní 1864.
Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var (1. október 1814) Ragnhildur Árnadóttir, f. 21. júlí 1794, d. 23. janúar 1828.
Faðir Sigurðar var Sighvatur bóndi á Efri-Hól undir Eyjafjöllum, f. 1730 í Vestur-Holtum þar, d. 4. október 1821, Þorsteinsson bónda í Vestur-Holtum þar, f. 1686, Jónssonar, og konu Þorsteins, Guðrúnar húsfreyju, f. 1693, Jónsdóttur.
Móðir Sigurðar í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu og kona Sighvats Þorsteinssonar var Margrét húsfreyja á Efri-Hól, f. 1763, d. 11. júlí 1843, Guðmundsdóttir bónda í Vallatúni undir Eyjafjöllum, f. 1724, d. 6. júlí 1779, Auðunssonar, og konu Guðmundar Auðunssonar, Kolfinnu húsfreyju, f. 1723, d. 1801, Pálsdóttur.
Móðir Sighvats á Vilborgarstöðum og síðari kona (30. október 1828) Sigurðar í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu var Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu 1828-1838, síðan á Rimhúsum undir Eyjafjöllum, var komin að Efsta-Koti þar 1845. Hún var síðari kona (30. október 1828) Sigurðar, f. 6. júní 1898 í Klasbarðahjáleigu, var síðar vinnukona undir Eyjafjöllum, en dó á Núpi hjá Sigríði dóttur sinni 18. janúar 1874.
Faðir Guðrúnar var Guðmundur Einarsson bóndi í Klasbarðahjáleigu í V-Landeyjum frá 1799 með fyrri konu, Guðrúnu Jónsdóttur, og eftir lát Guðrúnar 1805 með Sigríði Sigurðardóttur til 1812, á Krossi í A-Landeyjum 1812-1823 og í Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu (síðar nefnd Bólstaður) þar frá 1823-1840. Hann var fæddur 1772 á Skúmsstöðum í V-Landeyjum og lést 21. október 1840 í Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu.
Faðir Guðmundar í Klasbarðahjáleigu var Einar bóndi á Skúmsstöðum, f. 1725, d. 29. apríl 1799, Guðmundsson, og kona hans Ingibjörg húsfreyja, f. 1737, d. 17. ágúst 1817, Guðmundsdóttir frá Löndum á Miðnesi, Gull.
Móðir Guðrúnar húsfreyju á Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu var Sigríður húsfreyja, síðari kona Guðmundar Einarssonar, f. 1773 á Sperðli í V-Landeyjum, d. 24. mars 1849 í Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum, Sigurðardóttir bónda á Sperðli, f. 1744, d. 25. júní 1793, Erlendssonar, og konu Sigurðar á Sperðli, Ingibjargar húsfreyju Eiríksdóttur.
Alsystir Guðrúnar Guðmundsdóttur á Voðmúlastaða-Miðhjáleigu var Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 26. nóvember 1799, d. 29. mars 1883, gift Jóni Jónssyni.
Einnig var hálfsystir Guðrúnar, Málhildur á Skíðbakka, móðir Guðmundur Guðmundsson húsmanns á Kirkjubæ, f. 30. mars 1827, d. 16. febrúar 1865, kvæntur Guðríði Oddsdóttur húsfreyju þar.
Þá var sonur Málhildar Einar Guðmundsson bóndi á Steinsstöðum, f. 26. mars 1834, d. 27. maí 1858, hrapaði í Ofanleitishamri. Kona hans var Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. september 1832, d. 21. desember 1903. Þau voru foreldrar Jóns Einarssonar á Garðsstöðum, f. 1857, d. 1906, kvæntur Ingibjörgu Hreinsdóttur húsfreyju, f. 19. febrúar 1854, d. 18. nóvember 1922, en þau voru m.a. foreldrar Jónínu Jónsdóttur í Steinholti, konu Kristmanns Þorkelssonar. Þau voru foreldrar Karls Kristmanns, Inga Kristmanns og Júlíönu Kristínar Kristmannsdóttur.
Kona Sighvats á Vilborgarstöðum var Björg Árnadóttir húsfreyja frá Rimakoti í A-Landeyjum, f. 3. nóvember 1830, d. 4. júní 1915. Sighvatur var síðari maður hennar. Fyrri maður Bjargar var Árni Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 31. janúar 1812, d. 8. janúar 1855, bróðir Lofts mormónabiskups í Þorlaugargerði Jónssonar.
Börn Sighvats og Bjargar:
1. Friðrika Sighvatsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1858, gift Vigfúsi Scheving bónda, f. 5. september 1852, d. 23. desember 1939.
2. Pálína Sighvatsdóttir, f. 1861, giftist í Kaupmannahöfn.
3. Sigríður húsfreyja á Kirkjubæ, f. 1864, d. 12. september 1902, gift Jóni Eyjólfssyni.
4. Kristján Loftur Sighvatsson var fæddur 14. desember 1866 og lést 20. maí 1890.
5. Björg Sighvatsdóttir húsfreyja á Gilsbakka, f. 5. júní 1873, d. 22. maí 1955, gift Erlendi Árnasyni.
6. Launbarn Sighvats með Vilborgu Steinmóðsdóttur, f. 27. febrúar 1833, var Kristín Sighvatsdóttir, f. 1869. Kristín dvaldi hjá þeim hjónum á Vilborgarstöðum 1870, en var vinnukona í Godthaab 1890. Hún fór til Vesturheims 1902.
Sighvatur var léttadrengur í Godthaab 1845.
Hann var bóndi og formaður á Vilborgarstöðum.
Sighvatur var formaður á áraskipinu Gauki, er það fórst suður af Klettsnefi 13. mars 1874. Þar fórust 4 menn af áhöfninni. Sighvatur og annar maður björguðust, en létust af þessum slysförum, - Sighvatur 8. júlí 1874.
Þeir, sem fórust af Gauki voru, auk Sighvats:
Árni Árnason, bóndi að Vilborgarstöðum, afi Árna símritara Árnasonar frá Grund, Gísli Brynjólfsson ekkjumaður í Móhúsum, sem var ein af Kirkjubæjarjörðunum, Erlendur Pétursson, vinnumaður í Litlakoti (nú Veggur), Jón Jónsson húsmaður í Dölum, Sigurður Eyjólfsson, vinnumaður á Steinsstöðum, og Stefán Jónsson Austmann í Vanangri.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
- Blik 1961/Anna V. Benediktsdóttir.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.