Daði Garðarsson (verslunarmaður)
Daði Garðarsson, verslunarmaður fæddist 14. desember 1954 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Sigurður Garðar Ásbjörnsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarstjóri, f. 27. mars 1932, d. 7. maí 2012, og kona hans Ásta Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1933, d. 9. mars 2022.
Börn Ástu og Garðars:
1. Daði Garðarsson, f. 14. desember 1954. Kona hans Magnea Ósk Magnúsdóttir.
2. Ásbjörn Garðarsson, f. 31. mars 1956.
3. Gylfi Garðarsson, f. 5. ágúst 1957. Fyrrum kona hans Elísa Harpa Grytvik.
4. Sigmar Einar Garðarsson, f. 19. september 1959. Kona hans Ragna Garðarsdóttir.
5. Lilja Garðarsdóttir, f. 11. febrúar 1961. Maður hennar Magnús Gísli Magnússon.
6. Gerður Garðarsdóttir, f. 21. maí 1963. Maður hennar Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson.
7. Ásta Garðarsdóttir, f. 12. maí 1965, d. 27. mars 1999. Maður hennar Karl Björnsson.
Sonur Ástu og fóstursonur Garðars:
8. Sigurður Kristinn Ragnarsson Runólfssonar, f. 29. desember 1951. Kona hans Halldóra Ingibjörg Ingólfsdóttir, látin. Kona hans Margrét Elín Ragnheiðardóttir.
Þau Magnea Ósk giftu sig 1978, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Arnarstapa við Fjólugötu.
I. Kona Daða, (10. júní 1978), er Magnea Ósk Magnúsdóttir, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 10. júní 1958.
Börn þeirra:
1. Hrafnhildur Ýr Daðadóttir, f. 5. mars 1980.
2. Birna Rut Daðadóttir, f. 24. júlí 1992.
3. Diljá Daðadóttir, f. 20. maí 1994.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Daði.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.