Sveinbjörn Hjartarson (Geithálsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. mars 2024 kl. 10:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. mars 2024 kl. 10:14 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sveinbjörn

Óskar Sveinbjörn Hjartarson fæddist í Vestmannaeyjum 4. nóvember 1915 og lést 5. janúar 1978. Foreldrar hans voru Katrín Sigurlín Sveinbjörnsdóttir og Hjörtur Einarsson kenndur við Geitháls. Sveinbjörn var kvæntur Guðrúnu Oddnýju Guðmundsdóttur, sem ættuð var að austan. Þau eignuðust þrjú börn, Helgu, Guðmund og Hjört.

Ungur að árum hóf hann sjóróðra með Oddgeiri Þórarinssyni og síðar með Eyjólfi á Búastöðum. Árið 1945 gerðist hann formaður á Hilmi og Frigg. Vann Sveinbjörn og skipshöfn hans mikið björgunarafrek þegar þeim tókst að bjarga 7 mönnum af Veigu þegar hún fórst í aftakaveðri árið 1951. Árið 1952 stofnaði hann ásamt bróður sínum hlutafélag sem keypti 49 lesta bát frá Danmörku sem þeir nefna Frigg líkt og gamla bátinn. Þessi bátur sökk út af Krísuvíkurbergi árið 1973 en þá höfðu þeir nýflutt útgerð sína til Grindavíkur.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Sveinbjörn:

Sveinbjörn ég garpinn greini
grérinn Hjartar í veri.
Frigg siglir drengur dyggur,
duna þó mið um bruni.
Ugglingum bana bruggar
baldinn, þó aukist kaldinn.
Formanns til fír er borinn,
fátlaus og tíðum kátur.

Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.

Frekari umfjöllun

Óskar Sveinbjörn Hjartarson frá Geithálsi við Herjólfsgötu 2, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 4. nóvember 1915 í Þorlaugargerði og lést 5. janúar 1978.
Foreldrar hans voru Hjörtur Einarsson vélstjóri, skipstjóri, f. 19. ágúst 1887, d. 30. desember 1975, og kona hans Katrín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1895, d. 30. júlí 1951.

Börn Katrínar og Hjartar:
1. Gunnþórunn Jóhanna Hjartardóttir, f. 7. maí 1914 á Túnsbergi, d. 5. febrúar 1972.
2. Óskar Sveinbjörn Hjartarson, f. 4. nóvember 1915 í Þorlaugargerði, d. 5. janúar 1978.
3. Drengur 22. nóvember 1917, d. 1. desember 1917.
4. Alfreð Hjörtur Hjartarson, f. 18. nóvember 1918 í Þorlaugargerði, d. 19. janúar 1981.
5. Guðjón Ragnar Hjartarson, f. 25. febrúar 1920, d. 15. febrúar 1921.
6. Svanhvít Hjartardóttir, f. 30. apríl 1923 Geithálsi, d. 18. desember 2014.
7. Einar Hjartarson, f. 31. janúar 1926 á Geithálsi, d. 31. ágúst 1986.
8. Gísli Hjartarson, f. 8. desember 1927 á Geithálsi, d. 5. janúar 2004.
9. Guðný Ragnheiður Hjartardóttir, f. 10. janúar 1931 á Geithálsi, d. 6. ágúst 2007.

Sveinbjörn lauk hinu minna fiskimannaprófi í Eyjum 1943, fékk einnig vélstjóraréttindi.
Hann hóf sjómennsku unlingur, var vélstjóri frá 1934-1946, var skipstjóri á Frigg VE 316, sem hann eignaðist með bróður sínum 1947, og áttu þeir hann til 1952, en þá eignuðust þeir annan bát með sama nafni, sem sökk í mars 1973 út af Grindavík.
Þau Guðrún Oddný giftu sig 1940, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Geithálsi, síðar við Brimhólabraut 4.
Guðrún Oddný lést 1972 og Sveinbjörn 1978.

I. Kona Sveinbjarnar, (26. desember 1940), var Guðrún Oddný Guðmundsdóttir frá Gerðisstekk í Norðfirði, f. 20. mars 1921, d. 1. nóvember 1972.
Börn þeirra:
1. Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1943 á Geithálsi.
2. Guðmundur Sveinbjörnsson skipstjóri, f. 21. janúar 1945 á Geithálsi.
3. Hjörtur Sveinbjörnsson netagerðarmeistari, f. 28. júní 1946 á Geithálsi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Myndir