Guðmundur Sveinbjörnsson (Geithálsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Sveinbjörnsson frá Geithálsi, skipstjóri, f. þar 21. janúar 1945.
Foreldrar hans voru Óskar Sveinbjörn Hjartarson frá Geithálsi, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 4. nóvember 1915 í Þorlaugargerði, d. 5. janúar 1978, og kona hans Guðrún Oddný Guðmundsdóttir frá Gerðisstekk í Norðfirði, húsfreyja, f. 20. mars 1921, d. 1. nóvember 1972.

Börn Guðrúnar og Sveinbjarnar:
1. Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1943 á Geithálsi.
2. Guðmundur Sveinbjörnsson skipstjóri, f. 21. janúar 1945 á Geithálsi.
3. Hjörtur Sveinbjörnsson netagerðarmeistari, f. 28. júní 1946 á Geithálsi.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk fjórða bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1962, fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1966.
Guðmundur vann við beitningar og sjómennsku frá 15 ára aldri, einnig bifvélavirkjun og smíðar.
Hann var háseti og stýrimaður hjá föður sínum á Frigg VE 316, skipstjóri á Halkion VE 205, Ísleifi VE 63 og Sighvati Bjarnasyni VE 81.
Þau Steinunn giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn, bjuggu á Bröttugötu 24.
Steinunn lést 1995.
Þau Jóhanna giftu sig 1998. Þau eiga ekki börn saman.

Guðmundur er tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (25. desember 1966), var Steinunn Vilhjálmsdóttir frá Brekku í Garði, húsfreyja, starfsmaður á barnaheimilinu Rauðagerði, f. 5. mars 1945, d. 22. nóvember 1995.
Börn þeirra:
1. Sveinbjörn Guðmundsson starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar, f. 12. apríl 1967. Sambýliskona hans Ingunn Lísa Jóhannesdóttir.
2. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Danmörku, f. 1. september 1971. Maður hennar Haraldur Jóhannesson.
3. Vilhjálmur Guðmundsson öryggisvörður, f. 2. janúar 1977, ókvæntur.

II. Síðari kona Guðmundar, (12. apríl 1998), er Jóhanna Gísladóttir húsfreyja, f. 14. júní 1951 í Reykjavík.
Þau eiga ekki börn saman.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.