Gísli Hjartarson (Geithálsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Hjartarson.

Gísli Hjartarson frá Geithálsi við Herjólfsgötu 2, sjómaður, loftskeytamaður fæddist þar 8. desember 1927 og lést 5. janúar 2005.
Foreldrar hans voru Hjörtur Einarsson vélstjóri, skipstjóri, f. 19. ágúst 1887, d. 30. desember 1975, og kona hans Katrín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1895, d. 30. júlí 1951.

Börn Katrínar og Hjartar:
1. Gunnþórunn Jóhanna Hjartardóttir, f. 7. maí 1914 á Túnsbergi, d. 5. febrúar 1972.
2. Óskar Sveinbjörn Hjartarson, f. 4. nóvember 1915 í Þorlaugargerði, d. 5. janúar 1978.
3. Drengur 22. nóvember 1917, d. 1. desember 1917.
4. Alfreð Hjörtur Hjartarson, f. 18. nóvember 1918 í Þorlaugargerði, d. 19. janúar 1981.
5. Guðjón Ragnar Hjartarson, f. 25. febrúar 1920, d. 15. febrúar 1921.
6. Svanhvít Hjartardóttir, f. 30. apríl 1923 Geithálsi, d. 18. desember 2014.
7. Einar Hjartarson, f. 31. janúar 1926 á Geithálsi, d. 31. ágúst 1986.
8. Gísli Hjartarson, f. 8. desember 1927 á Geithálsi, d. 5. janúar 2004.
9. Guðný Ragnheiður Hjartardóttir, f. 10. janúar 1931 á Geithálsi, d. 6. ágúst 2007.

Gísli var með foreldrum sínum í æsku.
Hann sótti nám í Gagnfræðaskólanum, Reykjaskóla í Hrútafirði, en lauk námi í Loftskeytaskólanum í Reykjavík 1948.
Hann varð snemma sjómaður, reri á snurvoðarbátum á sumrum og var þá oftast kokkur, var háseti á togaranum Bjarnarey og tók við stöðu loftskeytamanns, þegar hún losnaði. Þegar Bjarnarey var seld flutti hann sig á togarann Marz RE, síðan var hann á Jóni forseta RE, Ólafi Jóhannessyni BA, Víkingi AK og Maí GK og síðan á Júní GK. Síðan var Gísli á flutningaskipinu Akranesi ýmist háseti eða loftskeytamaður. Gísli fluttist aftur til Vestmannaeyja og leysti þá af á skipum þar og var þá kokkur. Einnig vann hann í Íþróttamiðstöðinni. Hann bjó síðast á Áshamri 59.
Gísli var ókvæntur.
Hann lést 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.