Hjörtur Sveinbjörnsson (netagerðarmeistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hjörtur Sveinbjörnsson netagerðarmeistari, sjómaður fæddist 28. júní 1946 á Geithálsi.
Foreldrar hans voru Óskar Sveinbjörn Hjartarson frá Geithálsi, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 4. nóvember 1915 í Þorlaugargerði, d. 5. janúar 1978, og kona hans Guðrún Oddný Guðmundsdóttir frá Gerðisstekk í Norðfirði, húsfreyja, f. 20. mars 1921, d. 1. nóvember 1972.

Börn Guðrúnar og Sveinbjarnar:
1. Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1943 á Geithálsi.
2. Guðmundur Sveinbjörnsson skipstjóri, f. 21. janúar 1945 á Geithálsi.
3. Hjörtur Sveinbjörnsson netagerðarmeistari, sjómaður, f. 28. júní 1946 á Geithálsi.

Hjörtur bjó í Grindavík og á Stokkseyri e. Gos 1973, síðan í Ameríku í 42 ár, býr nú á Arnarnesi í Eyjafirði.
Þau Ólöf Steinunn giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Kona Hjartar er Ólöf Steinunn Þórarinsdóttir frá Lundi, húsfreyja, hárgreiðslukona, handavinnukennari, f. 7. febrúar 1947 á Mjóafirði eystra.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Hjartardóttir, f. 24. apríl 1966.
2. Óskar Hjartarson, f. 20. febrúar 1973 í Rvk.
3. Sædís Hjartardóttir, f. 7. september 1975 á Selfossi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.