Guðrún Oddný Guðmundsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Oddný Guðmundsdóttir húsfreyja frá Gerðisstekk í Norðfirði fæddist þar 20. mars 1921 og lést 1. nóvember 1972.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Halldórsson bóndi og útgerðarmaður, f. 25. desember 1892, d. 29. apríl 1976, og kona hans Þórunn Guðbjörg Halldórsdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1894, d. 12. september 1977.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, fluttist til Eyja 1940.
Þau Sveinbjörn giftu sig 1940, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Geithálsi í fyrstu, eignuðust börn sín þar, og voru komin á Brimhólabraut 4 1949 og bjuggu þar síðan meðan bæði lifðu.
Guðrún Oddný lést 1972 og Sveinbjörn 1978.

I. Maður Guðrúnar Oddnýjar, (26. desember 1940), var Óskar Sveinbjörn Hjartarson frá Geithálsi, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 4. nóvember 1915 í Þorlaugargerði, d. 5. janúar 1978.
Börn þeirra:
1. Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1943 á Geithálsi.
2. Guðmundur Sveinbjörnsson skipstjóri, f. 21. janúar 1945 á Geithálsi.
3. Hjörtur Sveinbjörnsson netagerðarmeistari, f. 28. júní 1946 á Geithálsi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.