Gunnar Þór Grétarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. september 2023 kl. 17:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. september 2023 kl. 17:14 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gunnar Þór Grétarsson tækjamaður fæddist 15. janúar 1953.
Foreldrar hans Grétar Þorgilsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 19. mars 1926 á Heiði, d. 31. maí 2020, og kona hans Þórunn Pálsdóttir frá Þingholti, húsfreyja, verslunarmaður, f. þar 27. október 1928.

Börn Þórunnar og Grétars:
1. Þorsteina Grétarsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 5. apríl 1950 í Þingholti. Maður hennar er Ómar Garðarsson.
2. Páll Sigurgeir Grétarsson sjómaður, matsveinn, f. 1. mars 1951. Kona hans er Herdís Kristmannsdóttir.
3. Gunnar Þór Grétarsson tækjamaður, bæjarstarfsmaður, f. 15. janúar 1953. Fyrri kona hans var Guðríður Jónsdóttir Guðmundssonar. Fyrrum kona hans Auður Einarsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Jósebína Fannarsdóttir.
4. Margrét Íris Grétarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 25. desember 1954. Maður hennar er Einar Hallgrímsson Þórðarsonar.
5. Lára Huld Grétarsdóttir skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 8. júlí 1957. Maður hennar er Steindór Ari Steindórsson.
6. Sindri Þór Grétarsson sjómaður, f. 28. apríl 1970. Kona hans er Sæfinna Ásbjörnsdóttir.

Gunnar Þór var með foreldrum sínum, á Herðubreið við Heimagötu 28, í Vegg við Miðstræti 9c og við Bröttugötu 7 við Gosið 1973.
Hann vann í Fiskiðjunni. Í Gosinu 1973 vann hann við hreinsunina og var síðan tækjamaður hjá Bænum.
Þau Guðríður giftu sig 1977, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Auður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Foldahraun 41C, en skildu.
Þau Jósebína Ósk voru í sambúð, en skildu.

I. Kona Gunnars Þórs, (31. desember 1977, skildu], er Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, starfsmaður leikskóla, stuðningsfulltrúi, f. 20. mars 1958.
Barn þeirra:
1. Rósa Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur í Eyjum, f. 7. apríl 1979. Maður hennar Valgeir Yngvi Árnason.

II. Kona Gunnars Þórs, (skildu), er Auður Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, nú á Selfossi, f. 3. nóvember 1963.
Börn þeirra:
1. Sigrún Arna Gunnarsdóttir kaupmaður, f. 24. ágúst 1985. Maður hennar Halldór Ingi Guðnason.
2. Íris Huld Gunnarsdóttir skólaliði, f. 1. nóvember 1989. Barnsfaðir hennar Elvar Páll Sævarsson, f. 23. desember 1983. Sambúðarmaður hennar Guðlaugur Magnús Steindórsson Árnasonar.

III. Fyrrum sambúðarkona Gunnars Þórs er Jósebína Ósk Fannarsdóttir, f. 27. maí 1966.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.