Hallgrímur Þórðarson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hallgrímur Þórðarson og kona hans, Guðbjörg Einarsdóttir.

Hallgrímur Þórðarson er fæddur 7. febrúar 1926. Kona hans er Guðbjörg Einarsdóttir. Þau bjuggu á Urðavegi 42 og á Heiðarvegi 56.

Hallgrímur rak Veiðarfæragerð Vestmannaeyja í fjöldamörg ár ásamt frænda sínum Guðjóni Magnússyni.

Hallgrímur er mikill söngmaður og hefur tekið virkan þátt í sönglífi í Vestmannaeyjum í áratugi. Hann var í Samkór Vestmannaeyja og síðan í Kór Landakirkju. Hann er einnig í veiðifélagi Ystakletts og dvelur við lundaveiði stærstan hluta lundaveiðitímans.

Myndir