Guðríður Jónsdóttir (Miðey)
Guðríður Jónsdóttir frá Miðey, húsfreyja, starfsmaður leikskóla, stuðningsfulltrúi í grunnskóla fæddist 20. mars 1958.
Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson skipstjóri, f. 15. júlí 1905, d. 4. mars 1972, og kona hans Rósa Árný Pálína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 15. júní 1918, d. 27. apríl 1974.
Börn Rósu og Jóns:
1. Gunnar Jónsson skipstjóri, f. 18. janúar 1940 á Hilmisgötu 5, d. 13. júní 2013. Kona hans Selma Jóhannsdóttir
2. Guðmundur Jónsson, f. 25. apríl 1943 í Miðey, d. 29. september 1945.
3. Helga Jónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 17. nóvember 1947 í Miðey. Maður hennar Björn Ívar Karlsson.
4. Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, starfsmaður leikskóla, stuðningsfulltrúi, f. 20. mars 1958. Fyrrum maður hennar Gunnar Þór Grétarsson. Maður hennar Þorsteinn Ólason.
Guðríður var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hennar lést, er hún var tæpra fjórtán ára.
Þau Gunnar giftu sig 1977, eignuðust eitt barn, bjuggu á Brimhólabraut 31, en skildu.
Þau Þorsteinn giftu sig 2002, bjuggu á Brimhólabraut 31 í fyrstu, en búa síðan á Höfðavegi 55. Þau eru barnlaus.
Guðríður er tvígift:
I. Fyrri maður hennar, (31. desember 1977, skildu), var Gunnar Þór Grétarsson tækjamaður, f. 15. janúar 1953.
Barn þeirra:
1. Rósa Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur í Eyjum, f. 7. apríl 1979. Maður hennar Valgeir Yngvi Árnason.
II. Síðari maður Guðríðar, (15. júní 2002), er Þorsteinn Ólason sjómaður, f. 5. júlí 1961.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðríður.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.