Sindri Þór Grétarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sindri Þór Grétarsson sjómaður fæddist 28. apríl 1970.
Foreldrar hans Grétar Þorgilsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 19. mars 1926 á Heiði, d. 31. maí 2020, og kona hans Þórunn Pálsdóttir frá Þingholti, húsfreyja, verslunarmaður, f. þar 27. október 1928.

Börn Þórunnar og Grétars:
1. Þorsteina Grétarsdóttir húsfreyja, hárgreiðslukona, f. 5. apríl 1950 í Þingholti. Maður hennar er Ómar Garðarsson.
2. Páll Sigurgeir Grétarsson sjómaður, matsveinn, f. 1. mars 1951. Kona hans er Herdís Kristmannsdóttir.
3. Gunnar Þór Grétarsson bæjarstarfsmaður, f. 15. janúar 1953. Fyrri kona hans var Guðríður Jónsdóttir Guðmundssonar, síðari kona Auður Einarsdóttir.
4. Margrét Íris Grétarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 25. desember 1954. Maður hennar er Einar Hallgrímsson Þórðarsonar.
5. Lára Huld Grétarsdóttir húsfreyja skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 8. júlí 1957. Maður hennar er Steindór Ari Steindórsson.
6. Sindri Þór Grétarsson sjómaður, f. 28. apríl 1970. Kona hans er Sæfinna Ásbjörnsdóttir.

Sindri Þór var með foreldrum sínum, við Bröttugötu 7 og við Sólhlíð 21.
Hann vann við málun og var fiskverkamaður í Vinnslustöðinni, var vallarvörður um þriggja ára skeið til 2001. Síðan hefur hann verið sjómaður, lengst á Hugin VE, þar sem hann er enn.
Á yngri árum var hann mikið í knattspyrnu, varð Íslands- og bikarmeistari með ÍBV 1998.
Þau Sæfinna giftu sig 2011, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Hátúni 12.

I. Kona Sindra Þórs, (29. október 2001), er Sæfinna Ásbjörnsdóttir frá Skógum u. A.-Eyjafjöllum, húsfreyja, kennari, f. 14. september 1973. Foreldrar hennar Ásbjörn Rúnar Óskarsson bifreiðastjóri, f. 12. mars 1946, og Guðrún Inga Sveinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 14. desember 1952.
Börn þeirra:
1. Grétar Þór Sindrason lærir byggingatæknifræði í Reykjavík, f. 7. nóvember 2000.
2. Sara Sindradóttir er í Framhaldsskólanum í Eyjum, f. 22. október 2006.
3. Aron Ingi Sindrason, f. 2. nóvember 2010.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.