Sigurjón Valdason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. október 2023 kl. 14:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. október 2023 kl. 14:18 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurjón Valdason.

Sigurjón Valdason frá Sandgerði, sjómaður, starfsmaður Bæjarins fæddist 29. október 1912 og lést 13. maí 1984.
Foreldrar hans voru Valdi Jónsson í Sandgerði, f. 10. júlí 1872 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 21. ágúst 1947, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1878 í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, d. 14. febrúar 1954.

Börn Guðrúnar og Valda:
1. Eitt barn dáið fyrir 1910.
2. Kristján Þórarinn Valdason, f. 1. febrúar 1903, d. 16. desember 1924.
3. Árni Valdason, f. 17. september 1905, d. 26. júlí 1970.
4. Stefán Sigurþór Valdason, f. 17. mars 1908, d. 24. júlí 1982.
5. Kristný Jónína Valdadóttir, f. 10. október 1909, d. 10. ágúst 1993.
6. Óskar Valdason, tvíburi, f. 29. október 1912, d. 26. mars 1940.
7. Sigurjón Valdason, tvíburi, f. 29. október 1912, d. 13. maí 1984.
8. Guðbjörg Kristjana Halldóra Valdadóttir, f. 10. október 1914, d. 27. apríl 2007.
9. Jón Hafsteinn Valdason, f. 22. janúar 1920, d. 22. október 1920.
Barn Valda og Elínar Pétursdóttur:
10. Guðjón Pétur Valdason, f. 4. október 1893, d. 17. ágúst 1989.
Börn Valda og Halldóru Pálsdóttur:
11. Kristín Karítas Valdadóttir, f. 21. febrúar 1898, d. 20. september 1938.
12. Páll Valdason þjóðgarðsvörður, múrari, f. 14. júní 1900, d. 8. júní 2000.
Barn Valda og Sigurborgar Eyjólfsdóttur:
13. Lára Valdadóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 28. október 1902 á Moldnúpi u. Eyjafjöllum, d. 19. nóvember 1989.

Sigurjón var með foreldrum sínum.
Hann fór ungur til sjós, var á síldveiðum fyrir Norðurlandi 16 ára. Sigurjón var síðar með Guðjóni hálfbróður sínum á Kap VE 272. Hann lenti tvisvar í skipstapa, en mannbjörg varð í bæði skiptin. Það var er Snyg strandaði austan við Stokkseyri og þegar Búrfell strandaði í Brimurð á Heimaey. Tvisvar sótti hann Eldey og lenti í miklum svaðilförum í bæði skiptin.
Árið 1943 gerðist hann starfsmaður Bæjarins og vann við hafnarframkvæmdir á sumrin, en reri frá Eyjum á vetrarvertíðum. Síðar varð hann fastur starfsmaður hjá hafnarsjóði í 40 ár.
Á yngri árum lék hann knattspyrnu með og keppti í íslenskri glímu.
Þau Mínerva giftu sig 1941, eignuðust fósturbarn. Þau bjuggu við Bakkastíg 3, í Fúsahúsi, byggðu húsið við Vallargötu 8 og bjuggu þar síðan.
Sigurjón lést 1984 og Mínerva 2003.

I. Kona Sigurjóns, (13. september 1941), var Mínerva Kristinsdóttir frá Bakkafirði, húsfreyja, f. þar 8. september 1919, d. 18. apríl 2003.
Barn þeirra, (fósturbarn):
1. Sigríður Mínerva Jensdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, f. 3. nóvember 1943. Maður hennar er Kristinn Skæringur Baldvinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.