Mínerva Kristinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Mínerva Kristinsdóttir.

Mínerva Kristinsdóttir frá Bakkafirði, húsfreyja fæddist 8. september 1919 og lést 18. apríl 2003.
Foreldrar hennar voru Andrés Kristinn Jónsson frá Hávarðsstöðum í Þistilfirði, útgerðarmaður, f. 28. janúar 1886, d. 1. ágúst 1967, og Helga Jónsdóttir frá Njarðvík í Borgarfirði eystra, húsfreyja, f. 1. janúar 1896, d. 10. desember 1989.

Börn Helgu og Kristins:
1. Áróra Kristinsdóttir, f. 19. ágúst 1918 á Bakkafirði, síðast á Frakkastíg 19 í Reykjavík, d. 3. apríl 1958.
2. Mínerva Kristinsdóttir, f. 8. september 1919 á Bakkafirði, d. 18. apríl 2003.
3. Iðunn Kristinsdóttir, f. 7. nóvember 1920 í Eyjum, d. 19. nóvember 1991.
4. Jón Kristinsson, f. 5. febrúar 1925 í Eyjum, d. 24. ágúst 2013.
5. Halldór Kristinsson, f. 24. nóvember 1930 í Eyjum, d. 31. júlí 2013.
6. Sólveig Kristinsdóttir, f. 2. janúar 1934 í Eyjum, d. 21. desember 2018.

Mínerva var með foreldrum sínum, flutti með þeim frá Bakkafirði til Eyja 1919, bjó hjá þeim á Ofanleiti, í Drangey við Kirkjuveg 84 og í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41.
Hún vann ýmis störf, m.a. á Sjúkrahúsinu.
Þau Sigurjón giftu sig 1941, eignuðust fósturbarn. Þau bjuggu í fyrstu á Bakkastíg 3, í Fúsahúsi, byggðu síðan hús við Vallargötu 8 og bjuggu þar síðan.
Sigurjón lést 1984 og Mínerva 2003.

I. Maður Mínervu, (13. september 1941), var Sigurjón Valdason sjómaður, bæjarstarfsmaður, f. 29. október 1912, d. 13. maí 1984.
Barn þeirra, (fósturbarn):
1. Sigríður Mínerva Jensdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, f. 3. nóvember 1943. Maður hennar er Kristinn Skæringur Baldvinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.