Lovísa Björgvinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. maí 2022 kl. 19:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. maí 2022 kl. 19:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Lovísa Björgvinsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Lovísa Guðríður Björgvinsdóttir verkakona, húsfreyja fæddist 2. janúar 1924 á Reyðarfirði og lést 29. mars 1979.
Foreldrar hennar voru Helgi Björgvin Magnússon sjómaður, verkamaður f. 26. janúar 1900 í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði, d. 25. október 1995, og kona hans Guðrún Petra Lúðvíksdóttir húsfreyja, f. 17.2.1902 á Kolfreyju á Brimnesi í Fáskrúðsfirði, d. 22. júlí 1961.

Börn Petru og Björgvins:
1. Magnús Friðgeir Björgvinsson sjómaður, f. 3. nóvember 1922 á Fáskrúðsfirði, d. 18. nóvember 2016.
2. Lovísa Guðríður Björgvinsdóttir verkakona, húsfreyja, f. 2. janúar 1924 á Reyðarfirði, d. 29. mars 1979.
3. Jóhann Magnús Björgvinsson sjómaður, f. 6. júní 1928 á Heiði við Sólhlíð 19, d. 14. janúar 2017.
4. Birna Björgvinsdóttir húsfreyja, f. 7. júní 1940 í Kaupangi við Vestmannabraut 31, d. 8. febrúar 1995.
Kjörbarn þeirra var
5. Helga Björgvinsdóttir verkakona, húsfreyja, f. 27. júlí 1941, d. 1. október 2000. Hún var dóttir Lovísu Guðríðar.

Lovísa var með foreldrum sínum í æsku og fullvaxin. Hún flutti með þeim frá Fáskrúðsfirði til Eyja 1928, var með þeim á Heiði 1928, á Lágafelli við Vestmannabraut 10 1930, í Kaupangi við Vestmannabraut 31 1940, á Gunnarshólma við Vestmannabraut 37 1941, í Bragga við Urðaveg 1945 og 1949, í Eyvindarholti við Brekastíg 7b.
Lovísa eignaðist barn 1941 og var faðir ekki nefndur.
Hún eignaðist barn með Júlíusi 1946.
Þau Stefán Jón giftu sig, eignuðust ekki börn. Þau bjuggu við Sjómannasund 10 við Gos 1973, síðar á Faxastíg 86.
Lovísa Guðríður lést 1979.
Stefán Jón bjó síðast á Brekastíg 31. Hann lést 1988.

I. Barnsfaðir ókunnur:
Barnið var:
1. Helga Björgvinsdóttir, kjörbarn móðurforeldra sinna, húsfreyja, verkakona, f. 27. júlí 1941, d. 1. október 2000.

II. Barnsfaðir Lovísu var Júlíus Sigurðsson frá Skjaldbreið, skipstjóri, f. 2. júlí 1912, d. 1. október 1974.
Barn þeirra:
2. Petra Júlíusdóttir, f. 16. apríl 1946, d. 4. mars 1989.

III. Maður Lovísu var Stefán Jón Karlsson, f. 7. febrúar 1908, d. 10. febrúar 1988.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.