Friðgeir Björgvinsson
Magnús Friðgeir Björgvinsson sjómaður fæddist 3. nóvember 1923
á Fáskrúðsfirði og lést 18. nóvember 2016.
Foreldrar hans voru Helgi Björgvin Magnússon sjómaður, verkamaður f. 26. janúar 1900 í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði, d. 25. október 1995, og kona hans Guðrún Petra Lúðvíksdóttir húsfreyja, f. 17. febrúar 1902 á Kolfreyju á Brimnesi í Fáskrúðsfirði, d. 22. júlí 1961.
Börn Petru og Björgvins:
1. Friðgeir BjörgvinssonMagnús Friðgeir Björgvinsson]] sjómaður, f. 3. nóvember 1922 á Fáskrúðsfirði, d. 18. nóvember 2016.
2. Lovísa Guðríður Björgvinsdóttir verkakona, húsfreyja, f. 2. janúar 1924 á Reyðarfirði, d. 29. mars 1979.
3. Jóhann Magnús Björgvinsson sjómaður, f. 6. júní 1928 á Heiði við Sólhlíð 19, d. 14. janúar 2017.
4. Birna Björgvinsdóttir, f. 7. júní 1940 í Kaupangi við Vestmannabraut 31, d. 8. febrúar 1995.
Kjörbarn þeirra var
5. Helga Björgvinsdóttir, f. 27. júlí 1941 á Gunnarshólma, d. 1. október 2000. Hún var dóttir Lovísu Guðríðar.
Friðgeir var með foreldrum sínum í æsku, fylgdi þeim til Eyja 1928.
Hann var sjómaður og verkamaður.
Þau Sigríður giftu sig 1944, eignuðust sex börn, en síðasta barnið fæddist andvana. Þau bjuggu í fyrstu á Gunnarshólma við Vestmannabraut 37, síðar í Bragga við Urðaveg, en á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3 við Gos 1973.
Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu síðast á Orrahólum 7.
Friðgeir lést 2016 og Sigríður 2019.
Kona Friðgeirs, (16. apríl 1944), var Sigríður Árnadóttir frá Ölvesholtshjáleigu í Hagasókn, Rang., húsfreyja, f. 16. september 1926, d. 29. september 2019.
Börn þeirra:
1. Helgi Magnús Friðgeirsson, f. 11. febrúar 1944 í Ölvesholtshjáleigu, Rang.
2. Erlingur Árni Friðgeirsson, f. 7. október 1945 á Selfossi, Árn.
3. Ástríður Friðgeirsdóttir, f. 28. apríl 1947 á Sjh.
4. Pétur Lúðvík Friðgeirsson, f. 4. apríl 1953 á Sjh.
5. Árni Mars Friðgeirsson, f. 23. mars 1954 á Sjh.
6. Andvana stúlka, f. 29. desember 1964.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.