Júlíus Sigurðsson (Skjaldbreið)
Fara í flakk
Fara í leit
Júlíus Sigurðsson, Skjaldbreið, fæddist í Vestmannaeyjum 2. júlí 1912 og lést 1. október 1974. Foreldrar hans voru Sigurður Ingimundarson og Hólmfríður Jónsdóttir. Júlíus var kvæntur Jakobínu Jónsdóttur frá Ólafsfirði og eignuðust þau 8 börn.
Ungur hóf Júlíus sjómennsku með föður sínum sem var kunnur formaður í Eyjum. Formennsku hóf Júlíus á Blika árið 1930. Eftir það var Júlíus meðal annars með Þorgeir Goða, Gullþóri og Má. Eftir að Júlíus hætti sjómennsku vann hann sem vigtarmaður hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja. Júlíus starfaði mikið með skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi og var formaður þar í fjögur ár.
Óskar Kárason samdi formannavísu um Júlíus:
- Skýr á sækir skeiðar láð
- Skjaldbreið frá hann Júlli,
- þó að storma bylgjan bráð
- breiðum Þorgeir rúlli.
Myndir
Heimildir
- Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.