Jón Magnússon (Sólvangi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. apríl 2023 kl. 11:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. apríl 2023 kl. 11:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Magnússon frá Sólvangi, sjómaður, verkamaður, skrifstofumaður á Skattstofunni í Eyjum fæddist 13. ágúst 1904 á Landamótum í Seyðisfirði og lést 17. apríl 1961.
Foreldrar hans voru Magnús Jónsson skipstjóri, ritstjóri, skáld, kennari, organisti á Sólvangi, f. 1. september 1875 á Geldingaá í Melasveit í Borgarfirði, d. 6. febrúar 1946, og kona hans Hildur Ólafsdóttir frá Landamótum í Seyðisfirði, húsfreyja, f. 20. júlí 1882, d. 18. maí 1917.

Börn Hildar og Magnúsar:
1. Ólafur Magnússon ritstjóri, læknisfræðinemi, f. 3. maí 1903, d. 4. nóvember 1930. Kona hans var Ágústa Petersen.
2. Jón Magnússon skrifstofumaður, verkstjóri, f. 13. ágúst 1904, d. 17. apríl 1961. Kona hans Sigurlaug Sigurjónsdóttir.
3. Rebekka Magnúsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 20. júlí 1905, d. 29. september 1980, óg.
4. Gísli Magnússon, f. 4. nóvember 1906, d. 8. mars 1908.
5. Kristinn Magnússon skipstjóri, f. 5. maí 1908, d. 5. október 1984. Kona hans Helga Jóhannesdóttir.
6. Sigurður Magnússon bæjarverkstjóri, f. 13. apríl 1909, d. 24. nóvember 2004. Kona hans Jóhanna Magnúsdóttir.
7. Ingólfur Magnússon, f. 31. mars 1910, d. 9. janúar 1911.
8. Unnur Magnúsdóttir húsfreyja, verslunar- og skrifstofumaður, f. 7. júní 1913, d. 19. september 2002. Maður hennar Hinrik G. Jónsson.
9. Guðbjörg Magnúsdóttir, f. 7. maí 1915, d. 13. nóvember 1915.
10. Sigurbjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1916, d. 1. júní 2000. Maður hennar Axel Halldórsson.

Jón var með foreldrum sínum fyrstu æskuárin, en móðir hans lést, er hann var á þrettánda árinu, var með þeim á Landamótum í Seyðisfirði 1904-1906, á Þórarinsstöðum 1906-1909, í Svartahúsi á Seyðisfirði 1910-1911, á Eyrum þar 1912-1915 og fluttist með þeim til Eyja 1915.
Hann flutti með fjölskyldunni að Sólvangi 1919, var verslunarmaður þar 1920, bókhaldari 1930, kvæntur verslunarmaður þar 1934, á Þingvöllum 1935 í Raftholti 1940, stundaði oft sjó á vertíðum, verkamaður í Raftholti 1945 og 1949 og annaðist Sullivan-borvél bæjarins, sem var nýtt tæki. Jón var gjarnan kenndur við vélina í gríni.
Jón var að síðustu starfsmaður á Skattstofunni í Eyjum.
Þau Hólmfríður Theodóra giftu sig 1925, eignuðust eitt barn.
Þau Sigurlaug giftu sig 1934, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu á Sólvangi, bjuggu á Þingvöllum 1935 og 1936, voru komin í Rafnsholt við Kirkjuveg 1939 og bjuggu þar síðan meðan báðum entist líf.
Jón lést 1961 og Sigurlaug 1990.

I. Kona Jóns, (4. janúar 1925), var Hólmfríður Theodóra Halldórsdóttir húsfreyja, f. 24. september 1903 á Ísafirði, d. 27. febrúar 1925. Foreldrar hennar voru Halldór Ólafsson leikari, múrari, lögregluþjónn, heiðursfélagi Verkalýðsfélagsins Baldurs, f. 10. maí 1873 á Skjaldfönn í N-Ís, d. 23. júní 1957 á Ísafirði, og kona hans Ástríður Oddný Ebenezersdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1873 í Flatey á Breiðafirði, d. 19. febrúar 1951.
Barn þeirra:
1. Stúlka, f. 1925, dó nýfædd.

II. Kona Jóns, (10. nóvember 1934), var Sigurlaug Sigurjónsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, fiskimatsmaður, f. 24. júlí 1915, d. 25. janúar 1990.
Börn þeirra:
2. Hildur Jónsdóttir húsfreyja, kennari, f. 10. nóvember 1935 á Þingvöllum. Maður hennar var Daníel Willard Fiske Traustason, látinn.
3. Kristín Björg Jónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 22. nóvember 1936 a Þingvöllum. Fyrrum maður Bjarni E. Sigurðsson.
4. Unnur Alexandra Jónsdóttir húsfreyja, kennari, f. 5. apríl 1939 í Rafnsholti. Maður hennar er Vésteinn Ólason.
5. Magnús Jónsson matvælatæknir, trillukarl, verkstjóri, f. 25. apríl 1940 í Rafnsholti. Kona hans Elín Halldórsdóttir.
6. Sigurjón Jónsson lyfjafræðingur, lyfsali, f. 22. janúar 1942 í Rafnsholti. Kona hans Ingunn Stefánsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 2. febrúar 1990. Minning Sigurlaugar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.