Sigurjón Jónsson (Rafnsholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurjón Jónsson.

Sigurjón Jónsson frá Rafnsholti, lyfjafræðingur, lyfsali fæddist þar 22. janúar 1942.
Foreldrar hans voru Jón Magnússon frá Sólvangi, vinnuvélastjóri, f. 13. ágúst 1904 á Seyðisfirði, d. 17. apríl 1961, og kona hans Sigurlaug Sigurjónsdóttir húsfreyja, fiskimatsmaður, f. 24. júlí 1915 á Seyðisfirði, d. 25. janúar 1990.

Börn Sigurlaugar og Jóns:
1. Hildur Jónsdóttir, f. 10. nóvember 1935 í Nýborg.
2. Kristín Björg Jónsdóttir, f. 22. nóvember 1936 í Nýborg.
3. Unnur Alexandra Jónsdóttir, f. 5. apríl 1939 í Rafnsholti.
4. Magnús Jónsson, f. 25. apríl 1940 í Rafnsholti.
5. Sigurjón Jónsson, f. 22. janúar 1942 í Rafnsholti.

Sigurjón var með foreldrum sínum.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1958, varð stúdent í Menntaskólanum á Laugarvatni 1962, hóf nám í Háskóla Íslands 1962, stundaði verknám í Lyfjabúðinni Iðunni júní 1963 til ágúst 1964. DFH september 1965 til júní 1968. Hann varð cand. pharm. í júní 1968.
Sigurjón var lyfjafræðingur í Apóteki Vestmannaeyja ágúst 1968-ágúst 1969, í Vesturbæjarapóteki september 1969 til maí 1974, starfsmaður Lyfjaeftirlits ríkisins 1. júní 1974 til 31. desember 1978. Hann var forstöðumaður Lyfjaeftirlits ríkisins 1. janúar 1979 til desember 1984.
Sigurjón var lyfsali í Apóteki Vestmannaeyja frá 1. janúar 1985 til 31. desember 1994 (leyfisveiting 30. júlí 1984), stofnandi og fyrsti lyfsali í Grafarvogsapóteki frá 19. desember 1994 (leyfisveiting 12. júlí 1994).
Sigurjón var formaður skólastjórnar Lyfjatæknaskóla Íslands frá mars 1974-1983.
Hann var annar stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Hugtek árið 1985, þar sem samið var fyrsta hugbúnaðarkerfið fyrir apótek á Íslandi. Apótek Vestmannaeyja var fyrsta tölvuvædda apótek landsins 1985.
Þau Ingunn giftu sig 1965, eignuðust fjögur börn.

I. Kona Sigurjóns, (22. ágúst 1965), er Ingunn Stefánsdóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1943. Foreldrar hennar voru Stefán Hannesson bóndi í Arabæ í Flóa, f. 22. júní 1911 í Reykjavík, d. 5. október 1974, og Þórdís Gissurardóttir, f. 13. júní 1910 að Gljúfurholti í Ölfusi, d. 26. september 1988.
Börn þeirra:
1. Stefán Þór Sigurjónsson kennari, f. 26. apríl 1966 í Kaupmannahöfn. Kona hans Halldóra Pálmadóttir.
2. Sigurlaug Sigurjónsdóttir arkitekt, f. 6. júlí 1967 í Kaupmannahöfn. Maður hennar Bergur Pálsson.
3. Þórdís Sigurjónsdóttir verslunarmaður, f. 17. apríl 1972 í Reykjavík. Maður hennar Þorgeir Richardsson.
4. Sigurður Ingi Sigurjónsson, f. 28. nóvember 1981 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Lyfjafræðingatal. Lyfjafræðingafélag Íslands: lyfjafræðingar á Íslandi 1760-1982. Höfundar Ingibjörg Böðvarsdóttir, Axel Sigurðsson, Áslaug Hafliðadóttir, Lyfjafræðingafélag Íslands. Lyfjafræðingafélag Íslands 1982.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.