Daníel Willard Fiske Traustason
Daníel Willard Fiske Traustason sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 18. júní 1928 í Grímsey og lést 27. september 1981.
Foreldrar hans voru Jón Trausti Pálsson, f. 23. september 1897, d. 26. febrúar 1933, og kona hans Kristín Þorleif Valdimarsdóttir húsfreyja, f. 5. júní 1901, d. 16. mars 1983.
Daníel var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Daníel var á fimmta ári sínu.
Hann fór ungur til sjós, var háseti á bátum, sótti fiskimatsnámskeið innan við tvítugt, varð frystihússstjóri í frystihúsi í Stykkishólmi. Hann fór síðan í Stýrimannaskólann í Reykjavík, lauk fiskimannaprófi 1955.
Daníel var stýrimaður og skipstjóri frá 1956, var fyrst með Ísleif gamla, en síðan með báta Helga Benediktssonar, Fjalar og Hringver. Á þeim árum voru að hefjast veiðar á kraftblökk. Hann stjórnaði síðan nýjum stálbátum Einars Sigurðssonar, Engey og Akurey, en keypti um 1965 af Einari bátinn Kóp og gerði hann út síðan, varð aflakóngur eina vertíð.
Þau Hildur giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Rafnsholti við Kirkjuveg 64, á Sléttabóli við Skólaveg 31 og við Höfðaveg 1.
Daníel lést 1981.
I. Kona Daníels, (9. júní 1957), er Hildur Jónsdóttir frá Rafnsholti, húsfreyja, kennari, f. 10. nóvember 1935.
Börn þeirra:
1. Jón Haukur Daníelsson kennari í Ollerup, f. 18. desember 1957.
2. Úlfar Daníelsson kennari, f. 18. ágúst 1959.
3. Íris Daníelsdóttir framreiðslumaður, f. 19. júní 1962.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.