Unnur Jónsdóttir (Rafnsholti)
Unnur Alexandra Jónsdóttir frá Rafnsholti við Kirkjuveg 64, kennari fæddist 5. apríl 1939 í Rafnsholti.
Foreldrar hennar voru Jón Magnússon frá Sólvangi, vinnuvélastjóri, skrifstofumaður, f. 13. ágúst 1904 á Seyðisfirði, d. 17. apríl 1961, og kona hans Sigurlaug Sigurjónsdóttir húsfreyja, fiskimatsmaður, f. 24. júlí 1915 á Seyðisfirði, d. 25. janúar 1990.
Börn Sigurlaugar og Jóns:
1. Hildur Jónsdóttir, f. 10. nóvember 1935 á Þingvöllum.
2. Kristín Björg Jónsdóttir, f. 22. nóvember 1936 á Þingvöllum.
3. Unnur Alexandra Jónsdóttir, f. 5. apríl 1939 í Rafnsholti.
4. Magnús Jónsson, f. 25. apríl 1940 í Rafnsholti.
5. Sigurjón Jónsson, f. 22. janúar 1942 í Rafnsholti.
Unnur var með foreldrum sínum.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1955, varð stúdent í Menntaskólanum á Laugarvatni 1959, lauk BA-prófi í ensku og norsku í Háskóla Íslands 1966. Hún nam ensku í Óslóarháskóla 1962-1963, lauk prófum í uppeldis- og kennslufræðum í Háskóla Íslands 1967, nam dönsku í Kaupmannahafnarháskóla 1968-1971, nam í University of London Summer School of English 1975, sat námskeið fyrir enskukennara í Hamilton College, Clinton, New York 1978, var í International Summer School, Caius College, Cambridge 1979, nam í Óslóarháskóla 1985-1986. Hún lærði myndvefnað í Statens Lærerhögskule í Ósló 1987-1988, nam enskar bókmenntir í Berkleyháskóla í Bandaríkjunum 1988.
Unnur var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1960-1961, var forfallakennari í Hagaskóla í Reykjavík 1961-1962, kennari í Lindargötuskóla þar 1965-1967 og 1972-1977, Gagnfræðaskólanum í Kópavogi 1967-1968, Laugalækjarskóla í Reykjavík 1978-1979, Ármúlaskóla þar 1977-1978 og frá 1979 (1/2 árs orlof þar 1985-1986, leyfi frá 1986-1991), síðan kennari þar til 2001.
Unnur vann í Landsbanka Íslands 1959-1960, var framkvæmdastjóri Stúdentaráðs og S.Í.S.E. 1966-1967, vann í Andelsbanken í Kaupmannahöfn 1968-1969, stundaði sumarvinnu í Landsbanka Íslands og Seðlabanka Íslands 1963-1965.
Þau Vésteinn giftu sig 1960, eignuðust tvö börn.
I. Maður Unnar, (31. desember 1960), er Vésteinn Ólason prófessor, f. 14. febrúar 1939.
Börn þeirra:
1. Þóra Vésteinsdóttir hársnyrtir í Reykjavík, f. 5. apríl 1970. Barnsfaðir hennar Kristján Rúnar Sveinsson.
2. Ari Vésteinsson verkfræðingur í Reykjavík, f. 5. febrúar 1972. Kona hans Hulda Lóa Svavarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 14. febrúar 2019. Íslendingar. Vésteinn áttræður.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.