Elín Halldórsdóttir (Pétursey)
Elín Halldórsdóttir frá Pétursey, húsfreyja í Keflavík fæddist 10. desember 1941 í Pétursey.
Foreldrar hennar voru Friðrik Halldór Magnússon frá Grundarbrekku, yfirverkstjóri, f. 15. apríl 1904 í Nýjabæ, d. 16. janúar 1978, og kona hans Jónína Ingibjörg Gísladóttir frá Þorgrímsstöðum í Ölfusi, húsfreyja í Pétursey, f. 2. maí 1905, d. 24. nóvember 1970.
Börn Jónínu Ingibjargar og Halldórs:
1. Engilbert Halldórsson netagerðarmeistari, f. 16. maí 1930 í Hjálmholti, d. 16. janúar 2013. Kona hans er Þuríður Selma Guðjónsdóttir.
2. Hanna Guðrún Halldórsdóttir húsfreyja á Stokkseyri, forstöðukona, f. 28. september 1931 í Pétursey, d. 24. mars 1992. Maður hennar Kristján Friðbergsson.
3. Elín Halldórsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 19. desember 1941 í Pétursey. Maður hennar er Magnús Jónsson.
Barn Jónínu Ingibjargar og fósturbarn Halldórs:
4. Ingibjörg Haraldsdóttir húsfreyja í Pétursey og á Faxastíg 2b, f. 2. júlí 1925 í Stakkholti, d. 20. apríl 2010.
Elín var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Pétursey.
Hún varð þriðja bekkjar gagnfræðingur í Hlíðardalsskóla, vann við fiskiðnað og á Sjúkrahúsinu.
Þau Magnús giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn, bjuggu í fyrstu í Rafnsholti, Kirkjuveg 66, síðan á Ásavegi 12 til Goss.
Þau fluttust að Stokkseyri, bjuggu þar í tvö ár, þá í Grindavík í fimm ár, en hafa síðan búið í Keflavík.
I. Maður Elínar, (19. desember 1960), er Magnús Jónsson frá Rafnsholti, matvælatæknir, f. 25. apríl 1940.
Börn þeirra:
1. Sandra Magnúsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 6. júní 1961 að Ásavegi 12. Maður hennar er Ívar Brynjólfsson.
2. Jón Magnússon sjómaður, verkamaður á Keflavíkurflugvelli, iðnverkamaður hjá Ofnasmiðju Suðurnesja, f. 29. desember 1963. Kona hans er Juanita Bauptista frá Filippseyjum.
3. Heba Magnúsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, f. 22. ágúst 1965. Maður hennar er Indro Candi, ítalskrar ættar.
4. Halldór Magnússon forritari á Englandi, f. 23. nóvember 1976. Ókv.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Elín.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.