Jón Einarsson (Berjanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. desember 2021 kl. 14:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. desember 2021 kl. 14:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Einarsson.

Jón Einarsson í Berjanesi við Faxastíg 20, verkamaður, smiður fæddist 13. júní 1895 í Fljótakróki í Meðallandi í V.-Skaft. og lést 27. nóvember 1989.
Foreldrar hans voru Einar Einarsson bóndi, f. 18. mars 1862 í Hátúnum í Landbroti, V.-Skaft., d. 19. apríl 1942 í Reykjavík, og kona hans Þuríður Elíasdóttir húsfreyja, f. 3. september 1870 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, d. 10. febrúar 1948 í Reykjavík.

Jón var með foreldrum sínum í Fljótskróki til 1902, á Kárastöðum í Landbroti 1902-1905, á Fossi í Mýrdal 1905-1919, vinnumaður þar 1919-1922.
Hann flutti til Eyja 1922, var verkamaður, síðar smiður hjá Gunnari Ólafssyni og Co. og annaðist viðgerð báta og húsa.
Þau Ólöf giftu sig 1925, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra nýfætt.
Ólöf lést 1985 og Jón 1989.

I. Kona Jóns, (30. maí 1925), var Ólöf Friðfinnsdóttir frá Borgum í Vopnafirði, húsfreyja, f. þar 11. desember 1901, d. 5. nóvember 1985.
Börn þeirra:
1. Elísa Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1925 í Berjanesi, d. 30. janúar 2018. Fyrrum sambúðarmaður hennar Sigurgeir Ólafsson. Maður hennar Jón Ingvaldur Hannesson.
2. Guðrún Ólína Jónsdóttir, f. 24. febrúar 1927 í Berjanesi, d. 14. mars 1927.
3. Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Reykjavík, f. 10. apríl 1928 í Berjanesi, d. 29. júlí 2018. Maður hennar Ernst Backman, látinn.
4. Gunnar Sveinbjörn Jónsson húsasmíðameistari, f. 7. október 1931 í Berjanesi, d. 27. október 2018. Kona hans Guðrún Bergsdóttir, látin.
5. Einar Þór Jónsson húsasmíðameistari, f. 30. nóvember 1934 í Berjanesi. Kona hans Guðleif Erla Theodórsdóttir Blöndal, látin.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 1989. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.