Ólöf Friðfinnsdóttir (Berjanesi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ólöf Friðfinnsdóttir.

Ólöf Friðfinnsdóttir frá Borgum í Vopnafirði, húsfreyja í Berjanesi við Faxastíg 20, síðast í Reykjavík, fæddist 11. desember 1901 og lést 5. nóvember 1985 í Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði.
Foreldrar hennar voru Friðfinnur Kristjánsson frá Borgum, bóndi, f. 7. febrúar 1864, d. 22. febrúar 1937, og kona hans Guðrún Ólína Sveinbjörnsdóttir frá Miðfjarðarnesi á Langanesströnd, húsfreyja, f. 25. ágúst 1866, d. 25. febrúar 1940.

Bróðir Ólafar í Eyjum var Sveinbjörn Friðfinnsson, síðar iðnrekandi í Reykjavík, f. 28. október 1891 að Hofi í Vopnafirði, d. 16. maí 1988. Kona hans Guðrún Guðmundsdóttir frá Hellnatúni. Síðari kona Sveinbjörns var Guðrún Guðmundsdóttir frá Önundarfirði.

Ólöf var með foreldrum sínum 1910. Þau fluttu að Gunnarsstöðum í Þistilfirði og Gunnólfsvík á Langanesströnd og stundaði Ólöf þá vinnumennsku hér og þar í héraðinu.
Hún bjó hjá Sveinbirni bróður sínum í Björnshúsi Reykjavík 1920.
Ólöf stundaði nám við Alþýðuskólann á Hvítárbakka 1922-1923, var kaupakona í Borgarfirði, en flutti síðan til Reykjavíkur.
Hún flutti til Eyja 1923, en þar bjó Sveinbjörn bróðir hennar með fjölskyldu sinni.
Þau Jón giftu sig 1925, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra nýfætt.
Ólöf bjó síðast á Haukshólum 3 í Reykjavík.
Hún lést 1985 og Jón 1989.

I. Maður Ólafar, (30. maí 1925), var Jón Einarsson í Berjanesi, verkamaður, smiður, f. 13. júní 1895 að Fljótakróki í Meðallandi, V.-Skaft., d. 27. nóvember 1989.
Börn þeirra:
1. Elísa Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1925 í Berjanesi, d. 30. janúar 2018. Fyrrum sambúðarmaður hennar Sigurgeir Ólafsson. Maður hennar Jón Ingvaldur Hannesson.
2. Guðrún Ólína Jónsdóttir, f. 24. febrúar 1927 í Berjanesi, d. 14. mars 1927.
3. Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Reykjavík, f. 10. apríl 1928 í Berjanesi, d. 29. júlí 2018. Maður hennar Ernst Backman, látinn.
4. Gunnar Sveinbjörn Jónsson húsasmíðameistari, f. 7. október 1931 í Berjanesi, d. 27. október 2018. Kona hans Guðrún Bergsdóttir, látin.
5. Einar Þór Jónsson húsasmíðameistari, um skeið á Seyðisfirði, f. 30. nóvember 1934 í Berjanesi. Kona hans Erla Blöndal, látin.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.